Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. mars 2021

Stað­nám get­ur haf­ist að nýju á öll­um skóla­stig­um eft­ir páskafrí með ákveðn­um tak­mörk­un­um, í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is.

Með­fylgj­andi reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mörk­un á skólastarfi var unn­in í sam­ráði við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið og tek­ur í meg­in­at­rið­um mið af app­el­sínu­gul­um lit í litakóða við­vör­un­ar­kerf­is fyr­ir skólast­arf sem kynnt var að loknu um­fangs­miklu sam­ráði við skóla­sam­fé­lag­ið fyrr í vet­ur, nema hvað íþrótt­ir barna á leik- og grunn­skóla­aldri utan skóla eru óheim­il­ar. Gild­is­tími reglu­gerð­ar­inn­ar er frá 1. apríl til og með 15. apríl.

„Við get­um öll ver­ið sam­mála um mik­il­vægi þess að gera nem­end­um á öll­um skóla­stig­um kleift að ljúka skóla­starf­inu á sem best­an hátt mið­að við að­stæð­ur“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra.

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra: „Skóla­sam­fé­lag­ið hef­ur sýnt ómæld­an sveigj­an­leika og þraut­seigju í þess­um að­stæð­um og fyr­ir það erum við þakk­lát og stolt. Þess­ar ráð­staf­an­ir nú eru kunn­ug­leg­ar mörg­um frá því fyrr í vet­ur en von­andi þurf­um við ekki að búa við þær lengi. Við erum bjart­sýn þó stað­an sé flókin og mun­um klára þetta sam­an.“

Leik­skól­ar

  • Eng­in fjölda- eða ná­lægð­ar­tak­mörk­un gild­ir um börn á leik­skóla­aldri.
  • Há­marks­fjöldi full­orð­inna er 20 manns í rými, en starfs­menn mega fara milli rýma.
  • Starfs­fólk skal virða 2 metra fjar­lægð­ar­reglu sín á milli en nota grímu ella.
  • Við­burð­ir eru heim­il­ir í skóla­starf­inu með þátt­töku nem­enda og starfs­fólks en eng­um ut­an­að­kom­andi.
  • For­eldr­ar og að­stand­end­ur skulu ekki koma inn í skóla­bygg­ing­ar nema brýna nauð­syn beri til og skulu þá nota and­lits­grímu.

Grunn­skól­ar

  • Nem­end­ur eru und­an­þegn­ir ná­lægð­ar­tak­mörk­un og grímu­skyldu.
  • Há­marks­fjöldi starfs­manna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfs­fólk skal virða 2 metra fjar­lægð­ar­reglu sín á milli og gagn­vart nem­end­um en nota grímu ella.
  • Við­burð­ir eru heim­il­ir í skóla­starf­inu með þátt­töku nem­enda og starfs­fólks en eng­um ut­an­að­kom­andi.
  • Há­marks­fjöldi nem­enda í rými er 50 og blönd­un milli hópa inn­an sama skóla er heim­il.

Tón­list­ar­skól­ar

  • Halda skal 2 metra ná­lægð­ar­tak­mörk­un milli starfs­fólks og nem­enda. Ann­ars skal nota grím­ur sé þess kost­ur.
  • Há­marks­fjöldi nem­enda í rými er 50 börn á grunn­skóla­aldri.
  • Við­burð­ir eru heim­il­ir fyr­ir börn á leik- og grunn­skóla­aldri með sömu skil­yrð­um og gild­ir um skólast­arf þeirra.
  • Ein­stak­ling­ar fædd­ir 2004 eða fyrr mega vera að há­marki 20 sam­an í rými og blönd­un er heim­il.
  • Um við­burði fyr­ir ein­stak­linga fædda 2004 fer eft­ir ákvæði um sviðslist­ir í reglu­gerð um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar.

Fram­halds­skól­ar

  • Há­marks­fjöldi nem­enda og starfs­manna í rými er 30.
  • Halda skal 2 metra ná­lægð­ar­tak­mörk­un milli nem­enda og starfs­fólks en nota grímu ella.
  • Blönd­un nem­enda milli hópa er heim­il og starfs­fólk má fara milli rýma.
  • Um við­burði tengda starfi eða fé­lags­lífi í fram­halds­skóla fer eft­ir ákvæði um sviðslist­ir í reglu­gerð um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar.

Há­skól­ar

  • Há­marks­fjöldi í kennslu­stofu og les­rým­um er 50.
  • Halda skal 2 metra ná­lægð­ar­tak­mörk­un­um milli allra en nota grímu ella.
  • Blönd­un nem­enda ekki heim­il.
  • Starfs­menn mega fara milli rýma.
  • Eng­ir við­burð­ir eru heim­il­ir í skóla­bygg­ing­um.

Áréttað er að íþrótt­ir barna á leik- og grunn­skóla­aldri utan skóla eru óheim­il­ar sam­kvæmt gild­andi reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mörk­un á sam­kom­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00