Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. júlí 2021

Há­marks­fjöldi þeirra sem mega koma sam­an verð­ur 200 og ná­lægð­ar­regla tekin upp þeg­ar nýj­ar regl­ur um tak­mark­an­ir á sam­kom­um taka gildi sunnu­dag­inn 25. júlí.

Þetta er meg­in­efni nýrr­ar reglu­gerð­ar Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mark­an­ir á sam­kom­um vegna Covid-19 sem hugs­að­ar eru til skamms tíma á með­an ver­ið er að ná tök­um á mik­illi fjölg­un smita síð­ustu daga. Breyt­ing­arn­ar eru í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is, með þeirri breyt­ingu að höfðu sam­ráði við sótt­varna­lækni að há­marks­fjöldi í erfi­drykkj­um verð­ur 200 manns.

Mik­il­vægt er tal­ið að grípa eins fljótt og auð­ið er til tak­mark­ana inn­an­lands til að koma bönd­um á aukna út­breiðslu smita. Með mik­illi út­breiðslu og smiti hjá við­kvæm­um hóp­um er hætt við al­var­leg­um af­leið­ing­um.

Í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is er þeg­ar haf­inn und­ir­bún­ing­ur að því að bjóða þeim sem bólu­sett­ir hafa ver­ið með bólu­efni Jans­sen seinni bólu­setn­ingu í ág­úst. Einn­ig verð­ur ein­stak­ling­um með und­ir­liggj­andi ónæm­is­vanda­mál og þeim sem tal­ið er að tveir skammt­ar veiti ekki nægi­lega góða vörn gegn COVID-19 boð­inn þriðji skammt­ur bólu­efn­is.

Sam­komutak­mark­an­ir taka gildi 25. júlí og gilda til og með 13. ág­úst.

Helstu tak­mark­an­irn­ar eru þess­ar:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síð­ar eru und­an­þeg­in.
  • Nánd­ar­regla verð­ur al­mennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síð­ar verði und­an­þeg­in.
  • Grímu­skylda verð­ur tekin upp inn­an­húss og þar sem ekki er unnt að við­hafa 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síð­ar eru und­an­þeg­in.
  • Há­marks­fjöldi við­skipta­vina í versl­un­um verði 200.
  • Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um sem og sund- og bað­stöð­um verð­ur heim­ilt að hafa opið fyr­ir 75% af há­marks­fjölda leyfi­legra gesta. Sam­eig­in­leg­an bún­að skal sótt­hreinsa milli not­enda.
  • Söfn­um verð­ur heim­ilt að taka á móti 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta.
  • Íþróttaæf­ing­ar og -keppn­ir barna og full­orð­inna heim­il­ar með og án snert­inga með 100 manna há­marks­fjölda. Há­marks­fjöldi áhorf­enda 200 manns í rými sem skulu skráð­ir í sæti. Veit­inga­sala óheim­il á keppn­is­stöð­um.
  • Æf­ing­ar og sýn­ing­ar sviðslista og sam­bæri­legr­ar starf­semi heim­il­ar með allt að 100 manns á sviði. Há­marks­fjöldi áhorf­enda 200 manns í rými, svo sem í bíó­hús­um. Heim­ilt að hafa hlé en enga veit­inga­sölu í hlé­um. Skrá skal gesti í sæti.
  • Há­marks­fjöldi gesta við at­hafn­ir trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga verð­ur 200.
  • Opn­un­ar­tími veit­inga­staða, skemmti­staða o.þ.h. verð­ur til kl. 23:00 (tæma þarf staði fyr­ir mið­nætti) og há­marks­fjöldi gesta 100 manns í rými. Vín­veit­ing­ar born­ar fram til sitj­andi gesta. Skrá skal gesti.
  • Tjald­stæði og hjól­hýsa­svæði fari eft­ir leið­bein­ing­um sótt­varna­lækn­is og Ferða­mála­stofu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00