Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. desember 2020

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að fram­lengja gild­andi reglu­gerð­ir um tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skólastarfi óbreytt­ar til 9. des­em­ber næst­kom­andi.

Þetta er gert í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is sem ræð­ur gegn því að slaka á sótt­vörn­um núna vegna þess hvern­ig far­ald­ur­inn hef­ur þró­ast síð­ustu daga.

Eins og fram kem­ur í með­fylgj­andi minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is, dags. 29. nóv­em­ber, hafði hann áður gert ráð fyr­ir að hægt yrði að ráð­ast í var­færn­ar til­slak­an­ir á gild­andi sótt­varna­lög­um 2. des­em­ber og kynnt ákveðn­ar hug­mynd­ir þar að lút­andi fyr­ir ráð­herra fyr­ir viku. Sótt­varna­lækn­ir setti þó fyr­ir­vara um að hann áskildi sér rétt til að end­ur­skoða til­lög­ur sín­ar um til­slak­an­ir ef þró­un far­ald­urs­ins myndi breyt­ast. Fram kem­ur hjá sótt­varna­lækni að und­an­far­ið hafi orð­ið breyt­ing­ar á far­aldr­in­um. Upp hafi kom­ið hóp­sýk­ing­ar og smit­um fjölgað. Þá virð­ist fjöldi þeirra sem grein­ast utan sótt­kví­ar stefna í línu­leg­an vöxt og hugs­an­leg­an veld­is­vöxt seg­ir sótt­varna­lækn­ir. Til­laga hans er sú að eng­ar breyt­ing­ar verði gerð­ar á gild­andi sótt­varna­ráðs­stöf­un­um, þ.e. tak­mörk­un­um á sam­kom­um og skólastarfi næstu eina til tvær vik­ur. Við end­ur­skoð­un sótt­varna­ráð­staf­ana sem hefjast þeg­ar í stað, verð­ur með­al ann­ars horft til þess hvort til­efni sé til að gera til­slak­an­ir á lands­byggð­inni um­fram höf­uð­borg­ar­svæð­ið í sam­ræmi við hug­leið­ing­ar sótt­varna­lækn­is í með­fylgj­andi minn­is­blaði, dags. 30. nóv­em­ber.

Sem fyrr seg­ir fel­ur ákvörð­un ráð­herra í sér óbreytt­ar sótt­varna­ráð­staf­an­ir til og með 9. des­em­ber.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00