Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. desember 2021

Will­um Þór Þórs­son, heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að fram­lengja óbreytta gild­andi reglu­gerð um sam­komutak­mark­an­ir.

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða því áfram 50 manns en með mögu­leika á hrað­prófs­við­burð­um, áfram gilda 1 metra ná­lægð­ar­mörk, regl­ur um grímu­notk­un o.s.frv. Þessi ákvörð­un er í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is sem tel­ur nauð­syn­legt að við­halda óbreytt­um tak­mörk­un­um í ljósi óvissu um þró­un far­ald­urs­ins, ekki síst vegna til­komu Ómíkron-af­brigð­is kór­óna­veirunn­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra seg­ist sam­mála sótt­varna­lækni um að ekki sé tíma­bært að slaka á sótt­varna­ráð­stöf­un­um í ljósi þess­ar­ar óvissu. Grannt sé fylgst með þró­un far­ald­urs­ins hér­lend­is og er­lend­is og nán­ari upp­lýs­inga beð­ið um eig­in­leika Ómíkron af­brigð­is­ins og hvort eða hve mik­il ógn staf­ar af því. „Við bind­um mikl­ar von­ir við að hægt sé að slaka á tak­mörk­un­um fyrr ef gögn um Ómíkron benda til þess að það sé óhætt. Þang­að til þurf­um við að verja heil­brigðis­kerf­ið og tryggja fólki nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu. Við sjá­um að ná­granna­þjóð­ir okk­ar, ekki síst Dan­ir og Norð­menn eiga í vök að verjast þar sem smit­um fjölg­ar nú hratt. Hér er far­ald­ur­inn hins veg­ar á hægri nið­ur­leið sem bend­ir til þess að herð­ing á sótt­varn­a­regl­um sem tóku gildi 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn hafi skilað ár­angri.” seg­ir ráð­herra.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00