Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. ágúst 2021

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að gera enn frek­ari til­slak­an­ir á sam­komutak­mörk­un­um sem taka gildi 28. ág­úst.

Grímu­skylda á við­burð­um ut­an­dyra verð­ur felld brott og skýr­ar kveð­ið á um heim­ild til að halda einka­sam­kvæmi í veislu­sölu og sam­bæri­legu hús­næði fram yfir mið­nætti. Ráð­herra hef­ur einn­ig ákveð­ið nán­ari út­færslu á notk­un hrað­prófa á við­burð­um.

Ekki krafa um grímu hjá sitj­andi gest­um á íþrótta­við­burð­um

Grímu­skylda hef­ur al­mennt ekki ver­ið ut­an­dyra nema á við­burð­um svo sem íþrót­takapp­leikj­um þar sem gest­ir eru sitj­andi en ekki hægt að virða eins metra ná­lægð­ar­mörk. Með reglu­gerð­inni sem tek­ur gildi á morg­un verð­ur ekki leng­ur þörf á að bera grímu við þess­ar að­stæð­ur ut­an­dyra.

Einka­sam­kvæmi

Nauð­syn­legt þótti að skýra nán­ar í reglu­gerð heim­ild til að halda einka­sam­kvæmi fram yfir mið­nætti, í hús­næði þar sem vín­veit­inga­leyfi er ekki nýtt þótt það kunni að vera til stað­ar og er það gert hér með. Hér er átt við sam­kvæmi þar sem skil­greind­ur hóp­ur skráðra boðs­gesta kem­ur sam­an, s.s. í brúð­kaup­um eða af­mæl­is­veisl­um.

Nán­ar um hrað­próf og heim­ild til að nýta þau

Með reglu­gerð­ar­breyt­ing­unni er nán­ar kveð­ið á um út­færslu á notk­un hrað­prófa á við­burð­um. Í sam­ræmi við það sem fram kom í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins í gær um boð­að­ar til­slak­an­ir og notk­un hrað­prófa hef­ur í dag ver­ið fundað með hags­muna­að­il­um sem standa fyr­ir stór­um við­burð­um til sam­ráðs um frek­ari út­færslu, s.s. full­trú­um íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, sam­tök­um at­vinnu­veit­enda í sviðslist­um og fleiri að­il­um. Nú ligg­ur fyr­ir ákvörð­un um að á við­burð­um þar sem hrað­próf eru nýtt verð­ur fólki heim­ilt að taka nið­ur grímu þeg­ar það sit­ur. Enn frem­ur verð­ur börn­um á leik- og grunn­skóla­aldri heim­ilt að mæta á slíka við­burði án þess að kraf­ist sé nið­ur­stöðu úr hrað­prófi.

Stefnt er að því að fram­kvæmd hrað­prófa eins og hér um ræð­ir verði komin á fullt skrið um miðj­an sept­em­ber og að prófin verði þá gjald­frjáls. Í und­ir­bún­ingi er að leita samn­inga um fram­kvæmd­ina.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00