Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. janúar 2022

Ein­stak­ling­um sem sæta smit­gát í kjöl­far smitrakn­ing­ar verð­ur ekki leng­ur skylt að fara í hrað­próf við upp­haf og lok smit­gát­ar frá og með morg­un­deg­in­um en þurfa að fara gæti­lega í 7 daga og í PCR próf ef ein­kenni koma fram.

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­fest reglu­gerð þessa efn­is. Með reglu­gerð­inni er ein­stak­ling­um í ein­angr­un jafn­framt veitt tak­mörk­uð heim­ild til úti­veru.

Smit­gát

Breyt­ing­arn­ar á regl­um um smit­gát eru gerð­ar í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Í minn­is­blaði hans til ráð­herra kem­ur fram að af tæp­lega 16.500 ein­stak­ling­um sem sættu smit­gát á fyrstu 16 dög­um þessa árs greind­ist að­eins um 1% með Covid-smit í kjöl­far prófs. Stór hluti þessa hóps voru börn á skóla­aldri.

Líkt og ver­ið hef­ur mun rakn­ingat­eymi leggja mat á hverj­ir skuli sæta sótt­kví og hverj­ir smit­gát með hlið­sjón af því hve mik­ið hver og einn hef­ur ver­ið út­sett­ur fyr­ir smiti. Hjá þeim sem út­setn­ing­in er met­in óveru­leg gilda óbreytt­ar regl­ur um smit­gát, að öðru leyti en því að smit­gát stend­ur nú yfir í 7 daga og ekki er skylt að taka hrað­próf í upp­hafi eða við lok henn­ar. Ef ein­stak­ling­ur í smit­gát finn­ur fyr­ir ein­kenn­um sem bent geta til Covid-19 skal hann fara í PCR-próf.

Þeir sem eru í smit­gát mega sækja vinnu og skóla og sinna nauð­syn­leg­um er­ind­um. Þeir þurfa að hafa hug­fast að smit er ekki úti­lokað, sýna að­gát, gæta vel að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um og fara þeg­ar í stað í PCR sýna­töku ef ein­kenni um smit koma fram. Með­an á smit­gát stend­ur skal tak­marka sam­neyti við við­kvæma ein­stak­linga og aðra eins og hægt er.

Úti­vera með­an á ein­angr­un stend­ur

Sam­kvæmt gild­andi regl­um mega ein­stak­ling­ar í ein­angr­un vegna Covid-19 fara út á sval­ir eða í einka­garð við heim­ili sitt ef heilsa leyf­ir. Með þeirri breyt­ingu sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið verð­ur við­kom­andi heim­ilt að fara í göngu­ferð í nærum­hverfi heim­il­is síns ef heilsa leyf­ir. Þeir þurfa að halda sig í a.m.k. 2 metra fjar­lægð frá öðr­um veg­far­end­um og mega ekki fara á fjöl­sótt svæði. Mið­að er við tvær göngu­ferð­ir á dag, að há­marki 30 mín­út­ur í senn. Ekki unnt að bjóða full­orðn­um sem eru í ein­angr­un í sótt­varna­hús­um úti­veru en slíkt verð­ur í boði fyr­ir börn.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00