Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. desember 2021

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 20 manns og nánd­ar­regla 2 metr­ar í stað 1 með ákveðn­um und­an­tekn­ing­um.

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 20 manns og nánd­ar­regla 2 metr­ar í stað 1 með ákveðn­um und­an­tekn­ing­um. Veit­inga- og skemmti­stöð­um, krám og öðr­um stöð­um með vín­veit­inga­leyfi ber að loka kl. 21 á kvöld­in. Sund- og bað­stöð­um, lík­ams­rækt­ar­stöðv­um og skíða­svæð­um verð­ur heim­ilt að taka á móti 50% af há­marks­fjölda. Hrað­prófs­við­burð­ir verða tak­mark­að­ir við 200 manns. Hvatt verð­ur til fjar­vinnu á vinnu­stöð­um eins og kost­ur er. Þetta er meg­in­inn­tak hertra inn­an­land­stak­mark­ana sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is til að sporna við hraðri út­breiðslu Covid-smita. Reglu­gerð þessa efn­is tek­ur gildi fimmtu­dag­inn 23. des­em­ber og gild­ir í þrjár vik­ur.

Smit­um af völd­um Covid-19 hef­ur fjölgað hratt hér á landi síð­ustu daga og eru nú að jafn­aði um og yfir 200 á dag. Þann 18. des­em­ber sl. höfðu um 150 manns greinst með veiru­af­brigð­ið ómíkron sem er a.m.k. helm­ingi meira smit­andi en delta-af­brigð­ið. Það breið­ist nú hratt út hjá grann­þjóð­um. Í Dan­mörku veld­ur það nú um 30% allra smita þar sem grein­ast nú milli 8.000 og 11.000 smit dag­lega. Inn­lögn­um á sjúkra­hús í Dan­mörku hef­ur fjölgað sam­hliða og stefn­ir í nýtt met seg­ir í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is. Gera megi ráð fyr­ir að ómíkron verði alls­ráð­andi í far­aldr­in­um hér á landi á næstu vik­um, líkt og í öðr­um lönd­um. Þótt vís­bend­ing­ar séu um væg­ari veik­indi af völd­um ómíkron en delta sé lík­legt að vegna hraðr­ar út­breiðslu muni mik­ill fjöldi sjúk­linga þurfa að leggjast inn á sjúkra­hús þótt al­var­leg veik­indi séu fá­tíð­ari en af völd­um ann­arra af­brigða. Enn frem­ur bend­ir sótt­varna­lækn­ir á að sam­kvæmt rann­sókn­um sé lít­il sem eng­in vernd af tveim­ur bólu­setn­ing­um gegn ómíkron, vernd­in auk­ist um­tals­vert með örvun­ar­bólu­setn­ingu en óljóst sé hve góð sú vernd er og hve lengi hún var­ir. „Ég tel því óhjá­kvæmi­legt að grip­ið verði til hertra sótt­varna­að­gerða inn­an­lands eins fljótt og auð­ið er áður en aukn­ing í smit­um skap­ar hér neyð­ar­ástand á sjúkra­hús­um og ýms­um inn­við­um“ seg­ir sótt­varna­lækn­ir.

Meg­in­efni nýrra sótt­varn­a­reglna:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir 20 manns og börn ekki und­an­skilin.
  • Nánd­ar­regla 2 metr­ar. Börn fædd 2016 og síð­ar eru und­an­þeg­in. Á veit­inga­stöð­um og með­al gesta á sitj­andi við­burð­um er nánd­ar­regla 1 metri milli sitj­andi gesta.
  • Grímu­skylda: Al­mennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regl­una. Börn fædd 2006 og síð­ar eru und­an­þeg­in grímu­skyldu.
  • Hrað­prófs­við­burð­ir: Með notk­un hrað­prófa er heim­ilt að halda skipu­lagða við­burði fyr­ir allt að 200 manns í sótt­varna­hólfi.
  • Sitj­andi við­burð­ir án hrað­prófa: Há­marks­fjöldi 50 manns. Sem dæmi má nefna sviðslista­við­burði, kvik­mynda­sýn­ing­ar, íþrótta­við­burð­ir og sitj­andi at­hafn­ir trú- og líf­s­koð­un­ar­fé­laga.
  • Versl­an­ir og söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börn­um með­töld­um. Fyr­ir hverja 10 m² má bæta við fimm við­skipta­vin­um að há­marki 500 manns. Grímu­skylda er í versl­un­um.
  • Opn­un­ar­tími veit­inga­staða o.fl.: Veit­inga­hús­um og öðr­um stöð­um þar sem áfeng­isveit­ing­ar eru heim­il­ar er óheim­ilt að hleypa inn nýj­um við­skipta­vin­um eft­ir kl. 21:00 og all­ir gest­ir eiga að vera farn­ir hið síð­asta kl. 22:00. Sama gild­ir um einka­sam­kvæmi á stöð­um með vín­veit­inga­leyfi. Nánd­ar­regla milli sitj­andi gesta á veit­inga­stöð­um er 1 metri.
  • Sund- og bað­stað­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar og skíða­svæði: Heim­ilt er að taka má móti 50% af há­marks­fjölda gesta. Börn fædd 2016 og síð­ar teljast ekki með.

Skóla­hald

  • Á öll­um skóla­stig­um mið­ast há­marks­fjöldi barna/nem­enda við 50 ein­stak­linga í rými.
  • Há­marks­fjöldi starfs­fólks í sama rými eru 20 manns og starfs­fólki er heim­ilt að fara á milli rýma.
  • Ná­lægð­ar­mörk: Al­mennt gild­ir 2 metra ná­lægð­ar­regla en sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu er grímu­skylda. Leik­skóla­börn eru und­an­skilin ná­lægð­ar­reglu.
  • Grímu­skylda: Al­mennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regl­una. Börn fædd 2006 og síð­ar eru und­an­þeg­in grímu­skyldu.

Sviðslist­ir og kór­ast­arf

  • Æf­ing­ar og sýn­ing­ar með snert­ingu eru leyfð­ar fyr­ir allt að 50 starfs­menn á sviði. Grím­ur skal nota eft­ir því sem hægt er nema þeg­ar list­flutn­ing­ur fer fram og leit­ast við að fylgja 2 metra regl­unni.
  • Fjöldi sýn­ing­ar­gesta: Heim­ilt er að taka á móti allt að 50 sitj­andi gest­um í hverju hólfi sem all­ir bera grímu og sitja í núm­er­uð­um sæt­um. Auk 50 full­orð­inna mega vera 100 börn án hrað­prófs í sama rými. Hægt er að taka á móti allt að 200 gest­um sé fylgt regl­um um hrað­prófs­við­burði. Við­hafa þarf 1 metra reglu milli sitj­andi gesta.
  • Sýn­ing­ar­hlé: Heim­ilt er að gera hlé á sýn­ing­um en áhorf­end­ur skulu hvatt­ir til að halda kyrru fyr­ir í sæt­um sín­um.
  • Áfeng­isveit­ing­ar eru óheim­il­ar í tengsl­um við sýn­ing­ar, hvort sem er fyr­ir, í hléi eða eft­ir.
  • Íþróttaæf­ing­ar og keppn­ir barna og full­orð­inna eru heim­il­ar, jafnt með eða án snert­ing­ar, fyr­ir allt að 50 manns.

Fjar­vinna

  • Hvatt er til fjar­vinnu á vinnu­stöð­um eft­ir því sem mögu­legt er.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00