Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. nóvember 2021

Skylt verð­ur að bera grímu þeg­ar ekki er unnt að virða 1 metra ná­lægð­ar­reglu, fjölda­tak­mark­an­ir verða 500 manns, veit­inga­stöð­um með vín­veit­inga­leyfi verð­ur skylt að loka tveim­ur tím­um fyrr en nú.

Skylt verð­ur að bera grímu þeg­ar ekki er unnt að virða 1 metra ná­lægð­ar­reglu, fjölda­tak­mark­an­ir verða 500 manns, veit­inga­stöð­um með vín­veit­inga­leyfi verð­ur skylt að loka tveim­ur tím­um fyrr en nú. Með notk­un hrað­prófa verð­ur heim­ilt að halda við­burði fyr­ir allt að 1.500 manns. Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið þess­ar að­gerð­ir sam­kvæmt til­lög­um sótt­varna­lækn­is sem hef­ur áhyggj­ur af mik­illi fjölg­un smita, aukn­um veik­ind­um og vax­andi álagi á heil­brigðis­kerf­ið. Regl­ur um grímu­notk­un taka gildi á morg­un en að­r­ar breyt­ing­ar mið­viku­dag­inn 10. nóv­em­ber og gilda í fjór­ar vik­ur til þriðju­dags 8. des­em­ber.

Frá því að bylgja far­ald­urs­ins sem nú geng­ur yfir tók að rísa um miðj­an júlí sl. hafa tæp­lega 7.300 greinst með COVID-19, um 160 lagst inn á sjúkra­hús (2,2%), 33 á gjör­gæslu­deild, 17 hafa þurft á önd­un­ar­vél að halda og fjór­ir lát­ist. Sótt­varna­lækn­ir tel­ur hert­ar tak­mark­an­ir inn­an­lands nauð­syn­leg­ar til að forða því að neyð­ar­ástand skap­ist í heil­brigðis­kerf­inu með ófyr­ir­séð­um að­gerð­um. Ná þurfi dag­leg­um fjölda smita nið­ur í 40-50 og við­halda þeirri stöðu með tak­mörk­un­um þar til betra ónæmi næst í sam­fé­lag­inu með örvun­ar­bólu­setn­ing­um og nátt­úru­legri sýk­ingu.

Að­gerð­irn­ar í hnot­skurn:

Strax á mið­nætti tek­ur gildi grímu­skylda; skylt verð­ur að bera grímu þeg­ar ekki er unnt að virða 1 metra ná­lægð­ar­reglu, s.s. í fjöl­menn­um versl­un­um, al­menn­ings­sam­göng­um og við­líka. Einn­ig verð­ur skylt að bera grímu á sitj­andi við­burð­um (tek­ur gildi frá og með 6. nóv­em­ber).

  • Börn 15 ára og yngri eru und­an­þeg­in grímu­notk­un.
  • Starfs­fólki sem veit­ir ein­stak­lings­bundna þjón­ustu sem krefst nánd­ar, t.d. hár­greiðslu, nudd og við­líka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímu­skylda á við­skipta­vin­um.
  • Fram­halds­skóla­nem­ar mega taka nið­ur grímu eft­ir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að við­hafa 1 metra ná­lægð­ar­reglu.

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 500 manns: Á sitj­andi við­burð­um er heim­ilt að víkja frá eins metra ná­lægð­ar­reglu með­an set­ið er, að því gefnu að all­ir beri grímu.

Hrað­próf og skipu­lagð­ir við­burð­ir: Heim­ilt verð­ur að skipu­leggja við­burði fyr­ir allt að 1.500 manns. Gest­um á slík­um við­burð­um er skylt, þrátt fyr­ir hrað­próf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra ná­lægð­ar­reglu (tek­ur gildi frá og með 10. nóv­em­ber).

Sér­stök heim­ild gild­ir áfram fyr­ir skóla­skemmt­un­um í grunn- og fram­halds­skól­um með notk­un hrað­prófa.

Veit­inga­stað­ir þar sem heim­il­að­ar eru vín­veit­ing­ar: Opn­un­ar­tími stytt­ist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma stað­ina fyr­ir mið­nætti. Tekin verð­ur upp að nýju skrán­ing­ar­skylda gesta og skulu vín­veit­ing­ar born­ar til sitj­andi gesta (tek­ur gildi frá og með 10. nóv­em­ber).

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00