Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. nóvember 2021

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is ákveð­ið að herða til muna sótt­varna­að­gerð­ir til að sporna við hraðri út­breiðslu Covid-19. Að­gerð­irn­ar taka gildi á mið­nætti.

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 50 manns en með notk­un hrað­prófa verð­ur heim­ilt að efna til við­burða með að há­marki 500 manns í sótt­varna­hólfi. Opn­un­ar­tími veit­inga­staða verð­ur stytt­ur um klukku­st­und. Há­marks­fjöldi gesta á sund- og bað­stöð­um, lík­ams­rækt­ar­stöðv­um og skíða­svæð­um mið­ast við 75% af heim­il­uð­um há­marks­fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi. Reglu­gerð um þess­ar að­gerð­ir gild­ir til og með 8. des­em­ber.

Mik­il fjölg­un smita inn­an­lands með vax­andi álagi á heil­brigðis­kerf­ið, smitrakn­ingu og sótt­varna­húsa er megin­á­stæða hertra tak­mark­ana. Vegna ástands­ins hef­ur orð­ið veru­leg rösk­un á ým­issi þjón­ustu Land­spít­ala og skort­ur er á starfs­fólki. Vax­andi álag er á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri og sama máli gegn­ir um marg­ar að­r­ar heil­brigð­is­stofn­an­ir seg­ir í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til ráð­herra. Þá sé starf­semi rakn­ingat­eym­is í upp­námi, sótt­varna­hús að fyll­ast og álag á Lækna­vakt­ina og heilsu­gæsl­una hef­ur auk­ist vegna far­ald­urs­ins. Sótt­varna­lækn­ir seg­ir harð­ar sótt­varna­að­gerð­ir nauð­syn­leg­ar með­an unn­ið er að því að ná víð­tæku ónæmi í sam­fé­lag­inu með örvun­ar­bólu­setn­ing­um sem þeg­ar eru hafn­ar. Gert er ráð fyr­ir að boða um 160.000 manns um allt land í örvun­ar­bólu­setn­ingu fyr­ir ára­mót.

Tak­mark­an­ir sem taka gildi á mið­nætti, að­faranótt 13. nóv­em­ber:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir 50 manns: Börn fædd 2016 og síð­ar teljast ekki með. Í þessu felst að óheim­ilt er að fleiri en 50 komi sam­an, hvort held­ur inni eða ut­an­dyra, í op­in­ber­um rým­um eða einka­rým­um.
  • Ná­lægð­ar­mörk 1 metri milli ótengdra að­ila: Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota and­lits­grímu. Þrátt fyr­ir þetta eru íþrótt­ir með snert­ingu áfram heim­il­ar hjá börn­um og full­orðn­um. Enn frem­ur eru leik­skóla­börn og nem­end­ur í 1. til 4. bekk í grunn­skóla und­an­þeg­in 1 metra regl­unni.
  • Grímu­notk­un: Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1 metra reglu, s.s. í versl­un­um, al­menn­ings­sam­göng­um og starf­semi sem krefst nánd­ar, t.d. á hár­greiðslu­stof­um. Börn fædd 2006 og síð­ar eru und­an­þeg­in grímu­skyldu.
  • Fjöl­menn­ir við­burð­ir með notk­un hrað­prófa: Heim­ilt er að halda við­burði fyr­ir 500 manns í hverju sótt­varna­hólfi ef all­ir gest­ir fædd­ir 2015 og fyrr fram­vísa nei­kvæðri nið­ur­stöðu úr hrað­prófi sem má ekki vera eldra en 48 klst. Ef ekki er hægt að upp­fylla 1 metra reglu skulu gest­ir bera grímu, að und­an­skild­um börn­um fædd­um 2006 eða síð­ar. Heim­ilt er að víkja frá 1 metra reglu þeg­ar gest­ir sitja en þá ber að nota grímu. Skylt er að skrá gesti í föst­um sæt­um með nafni, kenni­tölu og síma­núm­eri. Óheim­ilt er að selja veit­ing­ar í hléi. Á skóla­skemmt­un­um með hrað­próf­um í grunn- og fram­halds­skól­um er und­an­þága frá 1 metra reglu og grímu­skyldu.
  • Sund-, bað­stað­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar og skíða­svæði mega taka á móti 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi. Börn fædd 2016 eða síð­ar teljast ekki með.
  • Opn­un­ar­tími veit­inga­staða o.fl.: Veit­inga­hús­um og öðr­um stöð­um þar sem áfeng­isveit­ing­ar eru heim­il­ar er óheim­ilt að hleypa inn nýj­um við­skipta­vin­um eft­ir kl. 22.00 og all­ir gest­ir eiga að vera farn­ir hið síð­asta kl. 23.00. Vín­veit­ing­ar skulu að­eins born­ar fram til sitj­andi gesta. Skylt er að halda skrá yfir gesti. Einka­sam­kvæmi á stöð­um með vín­veit­inga­leyfi eru óheim­il eft­ir kl. 23.00.
  • Versl­an­ir og söfn: Í versl­un­um og söfn­um gilda al­menn­ar regl­ur um 50 manna fjölda­tak­mörk, 1 metra reglu og grímu­skyldu. Þó er heim­ilt að taka á móti fimm við­skipta­vin­um til við­bót­ar á hverja 10 m² en þó aldrei fleir­um en 500 að há­marki.

Skólast­arf:

  • Í skólastarfi gilda al­menn­ar regl­ur um 50 manna fjölda­tak­mörk nema börn fædd 2016 og síð­ar eru und­an­skilin. Börn fædd 2006 og síð­ar eru und­an­þeg­in grímu­skyldu.
  • Starfs­fólki í leik­skól­um er ekki skylt að nota grímu í sam­skipt­um við leik­skóla­börn.
  • Kenn­ur­um í grunn­skól­um er heim­ilt að taka nið­ur grímu eft­ir að sest er nið­ur inni í skóla­stof­um.
  • Nem­end­um og kenn­ur­um í fram­halds­skól­um er heim­ilt að taka nið­ur grímu eft­ir að sest er nið­ur inni í skóla­stof­um.
  • Blönd­un milli hópa í skólastarfi er heim­il á öll­um skóla­stig­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00