Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. janúar 2022

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að fram­lengja óbreytt­ar gild­andi tak­mark­an­ir á sam­kom­um inn­an­lands til og með 2. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Ákvörð­un ráð­herra bygg­ist á til­lög­um sótt­varna­lækn­is sem tel­ur nauð­syn­legt að tak­marka áfram sem mest út­breiðslu Covid-19 til að verja heil­brigðis­kerf­ið. Sam­hliða nýrri reglu­gerð um sam­komutak­mark­an­ir hef­ur ráð­herra til hag­ræð­is sett sér­staka reglu­gerð um skólast­arf, líkt og gert hef­ur ver­ið á fyrri stig­um far­ald­urs­ins.

Í með­fylgj­andi minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is, dags. 5. janú­ar síð­ast­lið­inn koma einn­ig fram til­lög­ur hans um breyt­ing­ar á sótt­kví sem þeg­ar hafa kom­ið til fram­kvæmda, sbr. til­kynn­ing ráðu­neyt­is­ins frá 7. janú­ar síð­ast­liðn­um. Jafn­framt fylg­ir minn­is­blað land­lækn­is og sótt­varna­lækn­is, dags. 10. janú­ar, um stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins á Ís­landi og þró­un far­ald­urs­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00