Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. maí 2021

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að fram­lengja gild­is­tíma reglu­gerða um tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skólastarfi um eina viku, en að óbreyttu áttu þær að gilda til 5. maí.

Þetta er í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is þessa efn­is. Í minn­is­blaði til ráð­herra seg­ir hann all­ar lík­ur á því að for­send­ur verði fyr­ir því að ráð­ast í aflétt­ing­ar á sótt­varna­ráð­stöf­un­um á næstu vik­um.

Sótt­varna­lækn­ir bend­ir á að á gild­is­tíma reglu­gerð­anna hafi kom­ið upp nokkr­ar hóp­sýk­ing­ar á suð­vest­ur­horni lands­ins sem rekja megi til ferða­manna á landa­mær­um sem ekki fóru að regl­um um sótt­kví og ein­angr­un. Í fram­haldi af því hafi ver­ið ráð­ist í ýms­ar að­gerð­ir til að minnka enn frek­ar hætt­una á því að smit ber­ist inn í land­ið. Hann seg­ir vel hafa geng­ið að ná utan um hóp­sýk­ing­ar síð­ustu vikna með öfl­ugri smitrakn­ingu en tel­ur ráð­legt að fara var­lega í aflétt­ing­ar á tak­mörk­un­um inn­an­lands svo ekki komi bak­slag varð­andi út­breiðslu sýk­inga.

Ástæða til bjart­sýni

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir allt benda til þess að aflétt­ingaráætlun stjórn­valda muni ganga eft­ir og að hægt verði að slaka veru­lega á sam­komutak­mörk­un­um fyr­ir miðj­an mán­uð­inn. „Það er full ástæða til bjart­sýni. Vel geng­ur að kveða nið­ur þær hóp­sýk­ing­ar sem upp hafa kom­ið að und­an­förnu og síð­ast en ekki síst er ríf­andi gang­ur í bólu­setn­ing­um og bjart framund­an í þeim efn­um“ seg­ir ráð­herra.

Mik­ill gang­ur í bólu­setn­ing­um

Í lok síð­ustu viku voru um 110.200 ein­stak­ling­ar bún­ir að fá a.m.k. einn bólu­efna­skammt og tæp­lega 36.380 ein­stak­ling­ar voru full­bólu­sett­ir. Í þess­ari viku verða um 40.000 ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir og er það lang­stærsta bólu­setn­ing­ar­vik­an til þessa.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00