Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. ágúst 2021

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is að fram­lengja gild­andi reglu­gerð um sam­komutak­mark­an­ir um tvær vik­ur, þ.e. til og með 27. ág­úst.

Áfram verð­ur því kveð­ið á um 200 manna fjölda­tak­mark­an­ir, 1 metra ná­lægð­ar­reglu m.a. í versl­un­um og öðru op­in­beru hús­næði og óbreytt­ar regl­ur um grímu­notk­un.

Í minn­is­blaði sótt­varn­ar­lækn­is er rakin þró­un smita frá gildis­töku reglu­gerð­ar um sam­komutak­mark­an­ir 23. júlí síð­ast­lið­inn, fjallað um stöð­una á Land­spít­al­an­um, sýna­töku, smitrakn­ingu og fleira. Frá því að reglu­gerð­in tók gildi hef­ur fjöldi greindra smita dag hvern ver­ið með því mesta frá upp­hafi heims­far­ald­urs­ins. Hlut­fall já­kvæðra sýna af ein­kenna­sýn­um hef­ur ver­ið á bil­inu 2,5-5% og hald­ist nokk­uð stöð­ugt.

Ekki tíma­bært að aflétta að­gerð­um inn­an­lands

Sótt­varna­lækn­ir bend­ir á að fjöldi smita dag frá degi hafi ekki allt að segja um áhrif far­ald­urs­ins á Land­spít­ala. Nú sé unn­ið að nán­ari grein­ingu á því hve góða vernd bólu­setn­ing­in veit­ir gegn al­var­leg­um veik­ind­um með­al við­kvæmra hópa og al­mennt, byggt á áhættu­flokk­um fyr­ir bólu­setn­ingu, áhættu­flokk­um göngu­deild­ar og aldri. Fram kem­ur að meira en helm­ing­ur ein­stak­linga 70 ára og eldri sem greinst hafa í þess­ari bylgju sé á fyrstu viku veik­inda og því sé ekki komin reynsla af því hvern­ig gang­ur veik­inda verð­ur hjá þess­um hópi. Í þessu ljósi tel­ur sótt­varna­lækn­ir ekki tíma­bært að aflétta að­gerð­um inn­an­lands.

Sam­tal við hags­muna­að­ila um sótt­varn­ir

Heil­brigð­is­yf­ir­völd leggja áherslu á að eiga áfram sam­tal við hags­muna­að­ila varð­andi sam­komutak­mark­an­ir og fyr­ir­komulag sótt­varna­að­gerða eft­ir því sem að­stæð­ur breyt­ast, með­al ann­ars við menn­ing­ar­stofn­an­ir og íþrótta­hreyf­ing­una.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00