Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. febrúar 2021

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 50 manns sam­kvæmt nýj­um regl­um um sam­komutak­mark­an­ir sem taka gildi 24. fe­brú­ar.

Heim­ilt verð­ur að hafa að há­marki 200 við­skipta­vini í versl­un­um, á söfn­um, í kirkj­um og á til­tekn­um við­burð­um. Sund- og bað­stöð­um og skíða­svæð­um verð­ur heim­ilt að taka á móti 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta. Sama máli gegn­ir um heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar en þar er jafn­framt óheim­ilt að hafa fleiri en 50 manns í rými. Á íþrótta­keppn­um verð­ur nú heim­ilt að hafa áhorf­end­ur. Þetta er meg­in­inn­tak til­slak­ana á sam­komutak­mörk­un­um sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að gera í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is.

Með reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra sem tók gildi 8. fe­brú­ar síð­ast­lið­inn voru gerð­ar var­færn­ar til­slak­an­ir á sam­komutak­mörk­un­um og átti reglu­gerð­in að gilda til 3. mars. Í ljósi góð­ar stöðu á far­aldr­in­um inn­an­lands tel­ur sótt­varna­lækn­ir óhætt að gera enn frek­ari til­slak­an­ir nú þeg­ar, enda hafa að­gerð­ir á landa­mær­um ver­ið hert­ar til að draga enn frek­ar úr lík­um á því að smit ber­ist frá út­lönd­um. Fá smit hafa greinst inn­an­lands und­an­far­ið og þá hjá fólki sem þeg­ar var í sótt­kví. Ekki hef­ur greinst smit utan sótt­kví­ar síð­an 1. fe­brú­ar. Sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki hægt að full­yrða að land­ið sé „veiru­frítt“ og brýn­ir því fyr­ir fólki að vera áfram var­kárt og gæta að sótt­vörn­um.

Regl­ur um grímu­notk­un verða óbreytt­ar og áfram verð­ur 2 metra nánd­ar­regla meg­in­við­mið en þó með ákveðn­um und­an­tekn­ing­um eins og að neð­an grein­ir.

Fjölda­tak­mark­an­ir fara úr 20 manns í 50 en með und­an­tekn­ing­um:

Söfn og versl­an­ir: Við­skipta­vin­ir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að upp­fyllt­um skil­yrð­um reglu­gerð­ar­inn­ar um fer­metra­fjölda. Áfram gilda 2 metra ná­lægð­ar­mörk og grímu­skylda.

Við­burð­ir þar sem gest­ir sitja: Allt að 200 manns mega vera við­stadd­ir at­hafn­ir trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga, sviðslist­ar- menn­ing­ar- og íþrótta­við­burði, ráð­stefn­ur, fyr­ir­lestra og sam­bæri­lega við­burði að upp­fyllt­um öll­um eft­ir­töld­um skil­yrð­um.

  • Heim­iluð nánd­ar­mörk milli ótengdra að­ila eru nú 1 metri, að upp­fyllt­um skil­yrð­um.
  • Gest­ir mega ekki sitja and­spæn­is hver öðr­um nema meira en tveir metr­ar séu á milli þeirra.
  • Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kem­ur nafn, kennitala og síma­núm­er.
  • All­ir skulu nota and­lits­grímu og tryggt að fjar­lægð milli ótengdra að­ila sé meiri en 1 metri.
  • Heim­ilt er að hafa hlé á sýn­ing­um en áfeng­isveit­ing­ar og áfeng­issala á við­burð­um er óheim­il.
  • Koma skal í veg fyr­ir hópa­mynd­an­ir, jafnt fyr­ir og eft­ir við­burð og í hléi.

Ath! Ef ekki er hægt að upp­fylla eitt­hvert fram­an­tal­inna skil­yrða gild­ir regl­an um 50 manna há­marks­fjölda á við­burð­in­um.

Áhorf­end­ur á íþrótta­við­burð­um: Heim­ilt er að hafa áhorf­end­ur á íþrótta­við­burð­um. Áhorf­end­ur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að upp­fylla öll skil­yrði hér að fram­an um við­burði þar sem gest­ir sitja. Ef áhorf­end­ur eru stand­andi gild­ir regla um 50 manna há­marks­fjölda.

Sund- og bað­stað­ir: Gest­ir mega vera 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda.

Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar: Gest­ir mega vera 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda. Í hverju rými mega nú að há­marki vera 50 manns.

Skíða­svæði: Heim­ilt er að taka á móti 75% af há­marks­fjölda af mót­töku­getu hvers svæð­is.

Veit­inga­stað­ir þar sem heim­il­að­ar eru áfeng­isveit­ing­ar: Leyfi­leg­ur há­marks­fjöldi í rými verð­ur 50 manns. Heim­ilt er að taka á móti nýj­um við­skipta­vin­um til kl. 22.00 en þeir skulu all­ir hafa yf­ir­gef­ið stað­inn fyr­ir kl. 23.00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00