Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. maí 2021

Fjölda­tak­mark­an­ir fara úr 20 í 50 manns, sund- bað­stað­ir og lík­ams­rækt­ar­stöðva mega taka á móti 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta, há­marks­fjöldi þátt­tak­enda í íþrótt­um og sviðslist­um verð­ur 75 í hverju hólfi eða á sviði og há­marks­fjöldi gesta á sitj­andi við­burð­um fer úr 100 í 150 manns.

Þá verð­ur opn­un­ar­tími veit­inga­staða lengd­ur um klukku­st­und. Einn­ig verða ýms­ar til­slak­an­ir gerð­ar á skólastarfi. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið þess­ar breyt­ing­ar í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Þær taka gildi frá og með mánu­deg­in­um 10. maí og eiga að gilda í rúm­ar tvær vik­ur.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigð­is­ráð­herra kem­ur fram að ýms­ar að­gerð­ir á landa­mær­um sem grip­ið var til vegna hóp­sýk­inga sem í upp­hafi voru rakt­ar til ferða­manna á landa­mær­um sem ekki héldu regl­ur um sótt­kví og/eða ein­angr­un hafi skilað ár­angri. Und­an­farna daga hafi fá smit greinst á hverj­um degi utan sótt­kví­ar. Því megi ætla að tek­ist hafi að ná utan um fyrr­greind hópsmit þótt ekki sé hægt að segja að veir­an sem veld­ur COVID-19 hafi ver­ið upp­rætt úr sam­fé­lag­inu.

Breyt­ing­arn­ar sem taka gildi á mánu­dag­inn eru eft­ir­far­andi:

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síð­ar verði áfram und­an­þeg­in.

Nánd­ar­regla verði áfram al­mennt tveir metr­ar.

Grímu­skylda og leið­bein­ing­ar um grímu­notk­un óbreytt­ar. Börn fædd 2005 og síð­ar und­an­þeg­in grímu­skyldu.

Sund- og bað­stað­ir, skíða­svæði, tjald­svæði og söfn opin fyr­ir 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta. Börn fædd 2015 og síð­ar telj­ist ekki með.

Lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar opn­ar fyr­ir 75% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önn­ur skil­yrði óbreytt.

Íþrótt­ir: Há­marks­fjöldi þátt­tak­enda í íþrótt­um 75 í stað 50 í hverju hólfi.

Sviðslist­ir: Há­marks­fjöldi þátt­tak­enda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði.

Sitj­andi við­burð­ir: Há­marks­fjöldi áhorf­enda eða gesta á sitj­andi við­burð­um, s.s. íþrót­takapp­leikj­um, sviðslist­um, at­höfn­um trú­ar- og líf­s­koð­un­ar­fé­laga, verð­ur 150 manns í hverju sótt­varna­hólfi í stað 100. Önn­ur skil­yrði óbreytt.

Versl­an­ir: Há­marks­fjöldi við­skipta­vina í versl­un­um 200 manns í stað 100.

Veit­inga­stað­ir: Opn­un­ar­tími leng­ist um klukku­st­und, frá kl. 21 til kl. 22. Gest­ir þurfa að hafa yf­ir­gef­ið stað­inn fyr­ir kl. 23.00.

Skólast­arf

Há­marks­fjöldi full­orð­inna 50 í hverju rými.

Há­marks­fjöldi barna/nem­enda verð­ur 100 í hverju rými.

For­eldr­ar og að­stand­end­ur mega koma inn í skól­anna.

Blönd­un milli hópa barna inn­an skóla heim­il í sundi og íþrótt­um í grunn­skól­um.

Við­burð­ir fyr­ir ut­an­að­kom­andi heim­il­að­ir með þeim tak­mörk­un­um sem al­mennt gilda.

Blönd­un nem­enda milli hólfa einn­ig leyfð í há­skól­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00