Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. febrúar 2022

Ein­angr­un vegna Covid-sýk­ing­ar verð­ur stytt úr sjö dög­um í fimm með reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra sem tek­ur gildi mánu­dag­inn 7. fe­brú­ar.

Sem fyrr verð­ur þó heim­ilt að fram­lengja ein­angr­un ef þörf kref­ur sam­kvæmt lækn­is­fræði­legu mati. Frá sama tíma er af­numin skylda þeirra til að sæta sótt­kví eða við­hafa smit­gát sem eru með af­staðna sýk­ingu, stað­festa með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gam­alt og ekki eldra en 180 daga.

Nán­ar um ein­angr­un og aflétt­ingu henn­ar

Ein­stak­ling­ur sem er með stað­festa sýk­ingu af COVID-19 skal vera í ein­angr­un í 5 daga frá grein­ingu, enda sé hann ein­kenna­laus eða ein­kenna­lít­ill. Með litl­um ein­kenn­um er átt við væg ein­kenni frá önd­un­ar­fær­um og að við­kom­andi sé hita­laus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi ver­ið hita­laus a.m.k. síð­ast­lið­inn sól­ar­hring áður en hann losn­ar úr ein­angr­un. Fylgja skal regl­um um smit­gát í a.m.k. tvo daga eft­ir að ein­angr­un lýk­ur.

Ath! Reglu­gerð­in gild­ir einn­ig um þá sem eru í ein­angr­un við gildis­töku henn­ar. Það fel­ur í sér að henni lýk­ur hjá þeim sem þeg­ar hafa ver­ið í ein­angr­un í 5 daga eða leng­ur þeg­ar reglu­gerð­in tek­ur gildi 7. fe­brú­ar. All­ir sem eru að ljúka ein­angr­un frá skila­boð þess efn­is í gegn­um Heilsu­veru og þar með en ekki fyrr lýk­ur ein­angr­un­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00