Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. nóvember 2020

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur fall­ist á til­lög­ur sótt­varna­lækn­is sem fela í sér var­færn­ar til­slak­an­ir á gild­andi sam­komutak­mörk­un­um.

Breyt­ing­arn­ar taka gildi 18. nóv­em­ber. Þær eru helst­ar að íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stund­ast­arf barna í leik- og grunn­skól­um verð­ur heim­ilt á ný. Í fram­halds­skól­um verða fjölda­mörk aukin í 25. Hægt verð­ur að hefja ýmsa þjón­ust­u­starf­semi sem krefst snert­ing­ar eða mik­ill­ar nánd­ar. Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir mið­ast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyr­ir að hægt verði að draga enn frek­ar úr sam­komutak­mörk­un­um í byrj­un des­em­ber.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til ráð­herra legg­ur hann til að hægt verði far­ið í all­ar til­slak­an­ir á næst­unni. Breyt­ing­arn­ar sem taka gildi mið­viku­dag­inn 18. nóv­em­ber eru eft­ir­far­andi:

  • Starf­semi og þjón­usta sem krefst snert­ing­ar milli fólks verð­ur leyfð með þeim skil­yrð­um að not­ast sé við and­lits­grím­ur. Þetta á við um s.s. hár­greiðslu­stof­ur, nudd­stof­ur, öku- og flug­kennslu og sam­bæri­lega starf­semi. Há­marks­fjöldi við­skipta­vina á sama tíma er 10 manns.
  • Æf­ing­ar, íþrótt­ast­arf, æsku­lýðs- og tóm­stund­ast­arf barna á leik- og grunn­skóla­aldri verð­ur heim­ilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti far­ið fram eru eng­ar tak­mark­an­ir sett­ar varð­andi blönd­un milli hópa. Fjölda­mörk í hverju rými fara eft­ir reglu­gerð um tak­mark­an­ir á skólastarfi. Leik­skóla­börn og börn í 1.–4. bekk grunn­skóla mega vera 50 sam­an að há­marki en nem­end­ur í 5.–10. bekk að há­marki 25 sam­an.
  • Í skólastarfi á fram­halds­skóla­stigi mega nem­end­ur og starfs­menn vera að há­marki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota and­lits­grím­ur sé ekki unnt að halda 2 metra fjar­lægð.
  • Veitt er und­an­þágu frá grímu­skyldu þeim sem ekki geta notað grím­ur, t.d. af heilsu­fars­ástæð­um eða ef við­kom­andi skort­ir þroska eða skiln­ing til að bera grímu. Þeir sem feng­ið hafa COVID-19 eru einn­ig und­an­þegn­ir grímu­skyldu geti þeir sýnt gilt vott­orð þess efn­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00