Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. janúar 2022

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur breytt regl­um um sótt­kví í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is.

Breyt­ing­arn­ar byggja á fag­legu mati og góðri bólu­setn­ing­ar­stöðu þjóð­ar­inn­ar. „Við þurf­um að halda sam­fé­lag­inu gang­andi eins og fram­ast er kost­ur, hvort sem við horf­um til skól­anna, vel­ferð­ar­þjón­ustu eða marg­vís­legr­ar at­vinnu­starf­semi og eins og stað­an er núna eru þetta bráðnauð­syn­leg við­brögð.“ seg­ir Will­um Þór Þórs­son, heil­brigð­is­ráð­herra. Reglu­gerð um breyt­ing­una hef­ur þeg­ar tek­ið gildi.

Með breyt­ing­un­um er dreg­ið úr tak­mörk­un­um á ein­stak­linga sem þurfa að sæta sótt­kví ef þeir eru þrí­bólu­sett­ir gegn Covid. Um 160.000 ein­stak­ling­ar eru nú þrí­bólu­sett­ir og því ljóst að breytt­ar regl­ur um sótt­kví munu gjör­breyta stöð­unni. Sama máli gegn­ir um ein­stak­linga sem hafa jafn­að sig af stað­festu smit og eru tví­bólu­sett­ir.

Sótt­varna­lækn­ir bend­ir á að sam­kvæmt ný­leg­um rann­sókn­um frá Bretlandi og Dan­mörku dragi örvun­ar­skammt­ur (alls þrír bólu­efna­skammt­ar) veru­lega úr lík­um á smiti, sér­stak­lega af völd­um delta-af­brigð­is kór­óna­veirunn­ar. Örvun­ar­skammt­ur minnki einn­ig veru­lega lík­ur á smiti af völd­um ómíkron, þótt bólu­setn­ing gegn Covid-19 veiti al­mennt minni vörn gegn ómíkron en delta.

Breytt­ar regl­ur um sótt­kví gilda um:

a) ein­stak­linga sem eru þrí­bólu­sett­ir og fengu síð­ustu spraut­una meira en 14 dög­um áður en við­kom­andi er út­sett­ur fyr­ir smiti

b) ein­stak­linga sem hafa jafn­að sig af stað­festu Covid-smiti og eru jafn­framt tví­bólu­sett­ir, að því gefnu að þeir hafi feng­ið síð­ari spraut­una meira en 14 dög­um áður en þeir voru út­sett­ir.

Breytt­ar regl­ur fela í sér að hlut­að­eig­andi er:

  • heim­ilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauð­syn­lega þjón­ustu, s.s. heil­brigð­is­þjón­ustu, fara í mat­vöru­versl­an­ir og lyfja­búð­ir og nota al­menn­ings­sam­göng­ur,
  • óheim­ilt að fara á manna­mót eða staði þar sem fleiri en 20 koma sam­an, nema í því sam­hengi sem nefnt er hér að ofan,
  • skylt að nota grímu í um­gengni við alla nema þá sem teljast í nán­um tengsl­um og gild­ir grímu­skyld­an einn­ig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjar­lægð,
  • óheim­ilt að heim­sækja heil­brigð­is­stofn­an­ir, þar með talin hjúkr­un­ar­heim­ili, nema með sér­stöku leyfi við­kom­andi stofn­un­ar,
  • skylt að forð­ast um­gengni við ein­stak­linga sem eru í auk­inni hættu á al­var­leg­um veik­ind­um ef þeir smit­ast af Covid-19.

Tak­mörk­un­um sam­kvæmt of­an­greind­um regl­um lýk­ur ekki fyrr en með nið­ur­stöðu PCR-prófs sem tek­ið er á fimmta degi sótt­kví­ar. Ef ein­stak­ling­ur finn­ur fyr­ir ein­kenn­um smits ein­hvern tíma á þessu fimm daga tíma­bili á hann að und­ir­gang­ast PCR-próf án taf­ar. Tími í sótt­kví er aldrei skemmri en fimm dag­ar.

Reglu­gerð­in var birt í Stjórn­ar­tíð­ind­um síð­deg­is í dag og hef­ur þeg­ar öðl­ast gildi og gild­ir um alla ein­stak­linga sem sæta sótt­kví við gildis­töku henn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00