Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. mars 2021

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið breyt­ing­ar á sótt­varna­ráð­stöf­un­um sem taka gildi 18. mars og byggja í meg­in­at­rið­um á til­lög­um sótt­varna­lækn­is.

Þær fela fyrst og fremst í sér aukn­ar kröf­ur um skrán­ingu gesta og smit­gát í tengsl­um við við­burði. Þá eru einn­ig gerð­ar rík­ari kröf­ur til sótt­varna­ráð­staf­ana þar sem boð­ið er upp á hlað­borð. Gild­is­tími reglu­gerð­ar um þess­ar breyt­ing­ar er til 9. apríl næst­kom­andi.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigð­is­ráð­herra er bent á að góð­ur ár­ang­ur hafi náðst í bar­átt­unni við Covid-19 far­ald­ur­inn hér á landi. Tak­mark­an­ir séu trú­lega hvergi minni í Evr­ópu en hér og mik­il­vægt sé að varð­veita þenn­an góða ár­ang­ur. Frá 19. fe­brú­ar hafa átta ein­stak­ling­ar greinst inn­an­lands og af þeim voru fjór­ir í sótt­kví. Síð­ast­liðna sjö daga hafa fimm greinst inn­an­land með hið svo­kall­aða breska af­brigði veirunn­ar (B.1.1.7) sem álit­ið er vera meira smit­andi en önn­ur af­brigði og auk þess tal­ið valda meiri veik­ind­um hjá börn­um. Sótt­varna­lækn­ir tel­ur ekki efni til að draga úr sam­komutak­mörk­un­um inn­an­lands, held­ur mæl­ist til að þær verði áfram óbreytt­ar að mestu.

Breyt­ing­ar sem taka gildi 18. mars

All­ir gest­ir skráð­ir: Á öll­um við­burð­um, svo sem í at­höfn­um trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga, svið­list­ar-, menn­ing­ar og íþrótta­við­burð­um, ráð­stefn­um, fyr­ir­lestr­um og sam­bæri­leg­um við­burð­um, skulu gest­ir skráð­ir í núm­eruð sæti og tekn­ar nið­ur upp­lýs­ing­ar um nafn, kenni­tölu og síma­núm­er hvers og eins.

Eng­ar veit­ing­ar í hléi: Óheim­ilt er að selja eða bjóða veit­ing­ar í hléi á við­burð­um og skulu gest­ir beðn­ir um að halda kyrru fyr­ir í sæt­um sín­um.

Eng­in blönd­un milli sótt­varna­hólfa: Skipu­leggj­end­ur við­burða skulu tryggja að ekki séu fleiri en 50 manns í hverju sótt­varna­hólfi og að ekki verði blönd­un gesta á milli hólfa.

Hlað­borð: Áfram verð­ur heim­ilt að bjóða upp á hlað­borð en gest­um gert skylt að sótt­hreinsa hend­ur áður en þeir sækja sér mat á hlað­borð­ið og einn­ig að því loknu, auk þess sem þeir þurfa að bera grímu og gæta að 2 metra ná­lægð­ar­mörk­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00