Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. janúar 2022

Al­menn­ar sam­komutak­mark­an­ir verða 10 manns, heim­ild til auk­ins fjölda fólks á við­burð­um með hrað­próf­um fell­ur brott, há­marks­fjöldi í versl­un­um verð­ur 200 manns og skemmti­stöð­um, krám og spila­köss­um verð­ur lokað.

Þetta er meg­in­inn­tak hertra sótt­varna­ráð­staf­ana sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið og byggjast á til­lög­um sótt­varna­lækn­is. Gild­andi tak­mark­an­ir á skólastarfi verða óbreytt­ar. Reglu­gerð um hert­ar sótt­varna­að­gerð­ir inn­an­lands gilda frá og með laug­ar­deg­in­um 15. janú­ar til og með 2. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Grip­ið er til hertra ráð­staf­ana með hlið­sjón af fyr­ir­liggj­andi spám um fjölg­un smita af völd­um Covid-19 og sjúkra­húss­inn­lögn­um á næstu vik­um og mik­ils og vax­andi álags á heil­brigðis­kerf­is­ins, sér­stak­lega á Land­spít­ala. Sam­hliða er mark­visst unn­ið að því að styrkja Land­spít­ala og auka getu hans til að mæta miklu álagi.

Meg­in­inn­tak reglna um sam­komutak­mark­an­ir með þeim breyt­ing­um sem verða á mið­nætti

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra ná­lægð­ar­mörk og óbreytt­ar regl­ur um grímu­skyldu.
  • Áfram 20 manns að há­marki í rými á veit­inga­stöð­um og óbreytt­ur opn­un­ar­tími.
  • Sviðslist­ir heim­il­ar með allt að 50 áhorf­end­um í hólfi.
  • Heim­ild til auk­ins fjölda með hrað­próf­um fell­ur brott.
  • Sund-, bað­stað­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar og skíða­svæði áfram með 50% af­köst.
  • Íþrótta­keppn­ir áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um en án áhorf­enda.
  • Há­marks­fjöldi í versl­un­um fari úr 500 í 200 manns.
  • Skemmti­stöð­um, krám, spila­söl­um og spila­köss­um verð­ur lokað.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00