Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2021

Frá og með 15. júní fara fjölda­tak­mörk úr 150 manns í 300 og nánd­ar­regla verð­ur 1 metri í stað tveggja.

Á sitj­andi við­burð­um verð­ur eng­in nánd­ar­regla en öll­um skylt að bera grímu. Opn­un­ar­tími veit­inga­staða leng­ist um klukku­st­und, þ.e. til mið­nætt­is. Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið þess­ar breyt­ing­ar á reglu­gerð um tak­mark­an­ir á sam­kom­um inn­an­lands og eru þær í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is seg­ir að stað­an hér á landi varð­andi heims­far­ald­ur Covid-19 sé góð. Frá 25. maí síð­ast­liðn­um þeg­ar gild­andi regl­ur voru sett­ar hafi 42 ein­stak­ling­ar greinst með Covid-19 inn­an­lands, þar af 25 í sótt­kví. Síð­ustu daga hafi dag­leg­um til­fell­um fækkað mik­ið og eng­inn greinst utan sótt­kví­ar þrátt fyr­ir að mörg sýni hafi ver­ið greind. „Það er því ljóst að þakka má út­breidd­um bólu­setn­ing­um á Ís­landi og ein­stak­lings­bundn­um sýk­inga­vörn­um þann góða ár­ang­ur sem við erum nú að sjá þó að ljóst sé að veir­an er enn til stað­ar í sam­fé­lag­inu“ seg­ir í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is.

Nærri 200.000 manns hafa feng­ið a.m.k. eina bólu­efnasprautu og rúm­lega 100.000 manns eru full­bólu­sett­ir. Rúm­lega 90% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa feng­ið a.m.k. eina bólu­setn­ingu en tæp­lega 50% þeirra sem eru yngri en 50 ára. Sótt­varna­lækn­ir seg­ir enn nokk­uð vanta upp á að gott hjarð­næmi ná­ist með­al yngra fólks og því þurfi að fara ró­lega í aflétt­ing­ar á sótt­varna­að­gerð­um inn­an­lands þar til hærra hlut­fall yngra fólks hef­ur ver­ið bólu­sett. Einn­ig bend­ir hann á að um 3 vik­ur tek­ur að fá góða vernd eft­ir fyrstu bólu­setn­ingu.

Helstu breyt­ing­ar á sam­komutak­mörk­un­um frá og með 15. júní:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir 300 manns. Börn fædd 2015 og síð­ar áfram und­an­þeg­in.
  • Nánd­ar­regla einn metri í stað tveggja.
  • Sitj­andi við­burð­ir: Eng­in krafa um nánd­ar­mörk. Áfram grímu­skylda og að há­marki 300 manns í hverju sótt­varna­hólfi. Með sitj­andi við­burð­um er átt við leik­hús, íþrótta­við­burði, at­hafn­ir trú­ar- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga, ráð­stefn­ur og við­líka.
  • Veit­inga­stað­ir: Opn­un­ar­tími veit­inga­staða leng­ist um klukku­st­und, frá kl. 23 til mið­nætt­is. Gest­ir þurfa að hafa yf­ir­gef­ið stað­inn fyr­ir kl. 01.00.

Gild­is­tími: Reglu­gerð sem fel­ur í sér of­an­greind­ar breyt­ing­ar á sam­komutak­mörk­un­um inn­an­lands mun gilda til og með þriðju­dags­ins 29. júní næst­kom­andi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00