Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. janúar 2022

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur gert breyt­ing­ar á regl­um um sótt­kví og smit­gát sem taka gildi frá og með mið­nætti í kvöld, þriðju­dag­inn 25. janú­ar.

Breyt­ing­arn­ar hafa ekki áhrif á reglu­gerð nr. 6/2022 um tak­mörk­un á skólastarfi sem gild­ir áfram, til og með mið­viku­dags­ins 2. fe­brú­ar nk.

Frá og með mið­nætti gilda eft­ir­far­andi regl­ur um sótt­kví og smit­gát í tengsl­um við skólast­arf:

Leik­skóla-, grunn­skóla- og frí­stund­ast­arf

Börn á leik- og grunn­skóla­aldri, fædd 2006 og síð­ar, sem hafa orð­ið út­sett fyr­ir COVID-19 sýk­ingu utan heim­il­is, t.d. í skólastarfi eða íþrótta- eða frí­stund­astarfi, þurfa hvorki að fara í sótt­kví né smit­gát. Hafi þau hins veg­ar dval­ið eða dvelja með ein­stak­lingi í ein­angr­un á heim­ili sínu þurfa þau að fara í sótt­kví. Sótt­kví vegna smit­aðs ein­stak­lings á heim­ili verð­ur því áfram í gildi.

Full­orðn­ir sem verða út­sett­ir fyr­ir smiti utan heim­il­is, t.d. í skólastarfi, fara í smit­gát. Í því felst að við­kom­andi ber grímu í marg­menni og þeg­ar ekki er hægt að halda 2 metra fjar­lægð, hvort held­ur er úti eða inni og forð­ast um­gengni við við­kvæma ein­stak­linga. Smit­gát var­ir í 5 daga og ekki þarf leng­ur í sýna­töku til þess að losna úr smit­gát.

Í gegn­um far­ald­ur­inn hef­ur verklag við smitrakn­ingu ver­ið þann­ig að þeg­ar smit hef­ur kom­ið upp í skólastarfi þá hafa for­eldr­ar/for­ráða­menn ver­ið upp­lýst­ir um slíkt. Með þeirri breyt­ingu sem tek­ur gildi nú þá breyt­ist það, þar sem ekki verð­ur leng­ur þörf á rakn­ingu inn­an skóla og til­kynna for­eldr­ar/for­ráða­menn ein­ung­is um veik­indi barna.

Fram­halds­skól­ar

Fram­halds­skóla­nem­ar sem verða út­sett­ir fyr­ir smiti utan heim­il­is, t.d. í skólastarfi, fara í smit­gát. Í því felst að við­kom­andi ber grímu í marg­menni og þeg­ar ekki er hægt að halda 2 metra fjar­lægð hvort held­ur er úti eða inni og forð­ast um­gengni við við­kvæma ein­stak­linga. Smit­gát var­ir í 5 daga og ekki þarf leng­ur sýna­töku til þess að losna úr smit­gát.

Hefð­bund­inni smitrakn­ingu hætt

Breyt­ing­ar þess­ar hafa í för með sér að hefð­bund­inni smitrakn­ingu verð­ur hætt í leik-, grunn- og fram­halds­skól­um frá og með mið­nætti í kvöld, þriðju­dag­inn 25. janú­ar. Sótt­kví þeirra nem­enda sem nú þeg­ar eru í sótt­kví fell­ur nið­ur frá sama tíma upp­fylli þeir skil­yrði þess.

Nán­ar um sótt­kví

Stafi sótt­kví af því að nem­andi var út­sett­ur fyr­ir COVID-19 á dval­ar­stað sín­um, s.s. á sama heim­ili, skal hann dvelja áfram í sótt­kví. Stafi sótt­kví­in hins veg­ar af því að nem­andi um­gekkst ein­stak­ling með COVID-19 utan dval­ar­stað­ar, s.s. í skóla­stofu, mun sótt­kví nem­andans verða aflétt með reglu­gerð­ar­breyt­ing­unni. Á þetta að­eins við um börn fædd 2006 og síð­ar. Börn fædd 2005 og fyrr og full­orðn­ir fara þá í smit­gát. sbr. þó und­an­tekn­ingu varð­andi þrí­bólu­setta (smit tel­ur sem ein bólu­setn­ing) sem eru út­sett­ir á heim­ili.

Með reglu­gerð­ar­breyt­ing­unni verð­ur ekki leng­ur heim­ilt fyr­ir ein­stak­ling í sótt­kví að fara í skóla. Á hinn bóg­inn munu þrí­bólu­sett­ir (eða tví­bólu­sett­ir og með af­stað­ið COVID-19 smit) ein­stak­ling­ar að jafn­aði ekki sæta sótt­kví held­ur við­hafa smit­gát og er for­eldr­um í slíkri stöðu heim­ilt að koma með barni í skól­ann.

Reglu­gerð­ar­breyt­ing­in fel­ur ekki í sér neina breyt­ingu á skyldu ein­stak­linga með tengsl við Ís­land og eru að koma frá út­lönd­um, til að gang­ast und­ir próf til grein­ing­ar á COVID-19. Á hinn bóg­inn hef­ur slík skylda ekki náð til barna á leik- og grunn­skóla­aldri, sbr. 4. mgr. 7. gr. reglu­gerð­ar­inn­ar og stend­ur ekki til að breyta.

Kenn­ar­ar gæti áfram vel að sótt­vörn­um

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is kem­ur fram að kenn­ar­ar séu hvatt­ir til að gæta vel að sótt­vörn­um, nota veiru­held­ar grím­ur og and­lits­hlíf­ar sér­stak­lega ef þeir hafa ekki feng­ið örvun­ar­skammt (þriðja skammt) bólu­efn­is. Full virkni örvun­ar­skammts bólu­efn­is næst ekki fyrr en 14 dög­um eft­ir bólu­setn­ing­una.

Fólk er áfram hvatt til þess að vera áfram vak­andi fyr­ir ein­kenn­um og fara í PCR-próf.

Svör við al­geng­um spurn­ing­um

Hér má finna nokk­ur svör við spurn­ing­um sem ráðu­neyt­inu hafa borist í tengsl­um við fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á sótt­kví og smit­gát.

  1. Barn­ið mitt er núna í sótt­kví – hvað gild­ir nú? Má barn­ið mæta í skóla- og frí­stund­ast­arf á morg­un?
    Já, nema barn­ið sé í sótt­kví vegna smits á heim­ili.
  2. Barn­ið mitt er núna í ein­angr­un – hvað gild­ir nú? Má barn­ið mæta í skóla- og frí­stund­ast­arf á morg­un?
    Nei.
  3. Barn­ið mitt er núna í smit­gát – hvað gild­ir nú? Má barn­ið mæta í skóla- og frí­stund­ast­arf á morg­un?
    Já.
  4. Barn­ið mitt á að mæta í PCR á morg­un – þarf það að mæta?
    Já, ef barn­ið er í sótt­kví vegna smits á heim­ili. Ef ekki er samt æski­legt að barn­ið fari í PCR próf.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00