Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. febrúar 2022

Hátt í 10.000 manns losna und­an sótt­kví í dag þeg­ar regl­ur um sótt­kví falla brott með reglu­gerð.

Hátt í 10.000 manns losna und­an sótt­kví í dag þeg­ar regl­ur um sótt­kví falla brott með reglu­gerð. Á mið­nætti tek­ur svo gildi reglu­gerð um sam­komutak­mark­an­ir sem fel­ur í sér til­slak­an­ir, líkt og nán­ar er tí­undað hér að neð­an.

Í dag verð­ur birt reglu­gerð sem fel­ur í sér af­nám sótt­kví­ar vegna smita inn­an­lands. Þess­ar breyt­ing­ar taka gildi um leið og reglu­gerð­in birt­ist í Stjórn­ar­tíð­ind­um í dag. Þeir sem þeg­ar eru í sótt­kví þurfa því ekki að mæta í sýna­töku til að losna og á það einn­ig við um þá sem áttu að fara í sýna­töku í dag. Þeim sem hafa ver­ið út­sett­ir fyr­ir smiti verð­ur ekki leng­ur skylt að sæta smit­gát þótt hvatt sé til henn­ar og þar með fell­ur jafn­framt brott skylda til sýna­töku í lok smit­gát­ar. Regl­ur um ein­angr­un verða óbreytt­ar.

Regl­ur um þá sem koma um landa­mæri Ís­lands breyt­ast ekki.

Á mið­nætti tek­ur gildi ný reglu­gerð um tak­mörk­un á sam­kom­um sem gild­ir til og með 25. fe­brú­ar. Jafn­framt fell­ur brott sér­stök reglu­gerð um tak­mörk­un á skólastarfi.

Helstu breyt­ing­ar á sam­komutak­mörk­un­um eru eft­ir­far­andi:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir: Fara úr 50 í 200 manns inn­an­dyra. Fjölda­tak­mark­an­ir ut­an­dyra falla brott.
  • Versl­an­ir: Fjölda­tak­mark­an­ir í versl­un­um falla brott.
  • Fjöl­menn­ir við­burð­ir: Heim­ilt verð­ur að halda 1.000 manna við­burði að því til­skildu að all­ir sitji í sæti og beri grímu. Heim­ilt er að halda hlé á við­burð­um og selja veit­ing­ar án tak­mark­ana.
  • Grímu­notk­un: Að­eins verð­ur skylt að bera grímu ef ekki er hægt að við­hafa 1 metra reglu.
  • Hreyf­ing: Sund- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um sem og skíða­svæð­um er heim­ilt að taka á móti gest­um með full­um af­köst­um.
  • Íþrótta­keppn­ir og -æf­ing­ar: Keppn­ir og æf­ing­ar heim­il­ar með 200 manns í hólfi.
  • Skól­ar: Reglu­gerð um tak­mörk­un á skólastarfi fell­ur brott. Þar með gilda al­menn­ar regl­ur um sam­komutak­mark­an­ir í skól­um, þó með und­an­tekn­um til rýmk­un­ar.
  • Skóla­skemmt­an­ir: Heim­ilt er að halda skóla­skemmt­an­ir í grunn- og fram­halds­skól­um án nokk­urra tak­mark­ana.
  • Stað­ir með vín­veit­inga­leyfi: Opn­un­ar­tími lengd­ur um eina klukku­st­und, þ.e. heim­ilt að taka á móti gest­um til mið­nætt­is en all­ir þurfa að hafa yf­ir­gef­ið stað­inn kl. 01.00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00