Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. júní 2021

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að frá og með 26. júní næst­kom­andi falli úr gildi all­ar tak­mark­an­ir á sam­kom­um inn­an­lands.

Í þessu felst m.a. fullt af­nám grímu­skyldu, nánd­ar­reglu og fjölda­tak­mark­ana. „Í raun erum við að end­ur­heimta á ný það sam­fé­lag sem okk­ur er eðli­legt að búa í og sem við höf­um þráð, allt frá því að heim­ild­ir sótt­varna­laga til að tak­marka sam­kom­ur voru virkj­að­ar vegna heims­far­ald­urs fyr­ir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ seg­ir heil­brigð­is­ráð­herra. Ákvörð­un um aflétt­ingu allra sam­komutak­mark­ana er í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Þann 1. júlí taka gildi breytt­ar regl­ur varð­andi sýna­tök­ur á landa­mær­um.

Um 87% þeirra sem áform­að er að bólu­setja hafa nú feng­ið a.m.k. eina sprautu, um 60% eru full­bólu­sett gegn Covid-19 og nú ættu öll sem ekki var áður búið að bjóða bólu­setn­ingu að hafa feng­ið slíkt boð. Áætlan­ir stjórn­valda um fram­gang bólu­setn­ing­ar og aflétt­ingu sam­komutak­mark­ana hafa því geng­ið eft­ir að fullu.

Tak­mark­an­ir inn­an­lands vegna Covid-19 hafa ver­ið breyti­leg­ar á tíma heims­far­ald­urs­ins eft­ir stöð­unni hverju sinni. Nánd­ar­regla og fjölda­tak­mark­an­ir hafa ver­ið við­var­andi allt tíma­bil­ið, grímu­skylda í ein­hverri mynd hef­ur gilt um langa hríð. Tak­mark­an­irn­ar hafa gert það að verk­um að allri mögu­legri starf­semi hef­ur ver­ið þröngt snið­inn stakk­ur og á tíma­bil­um leg­ið al­veg niðri. Menn­ing­ar­líf, íþrótt­ast­arf, skólast­arf, veit­ing­a­rekst­ur, ferða­þjón­usta og fjöl­margt ann­að hef­ur markast af gild­andi regl­um um sam­komutak­mark­an­ir á hverj­um tíma. Með ákvörð­un heil­brigð­is­ráð­herra um aflétt­ingu allra sam­komutak­mark­ana verða regl­ur um sam­kom­ur ekki háð­ar öðr­um tak­mörk­un­um en al­mennt gilda í sam­fé­lag­inu og giltu áður en heims­far­ald­ur­inn skall á.

Landa­mærin: Hætt að skima börn og fólk með vott­orð um bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið breyt­ing­ar á sótt­varn­a­regl­um á landa­mær­um sem taka gildi 1. júlí og gilda til 15. ág­úst. Þess­ar breyt­ing­ar eru einn­ig í sam­ræmi við minn­is­blað sótt­varna­lækn­is.

  • Þann 1. júlí verð­ur sýna­tök­um hætt hjá þeim sem fram­vísa gild­um vott­orð­um um bólu­setn­ingu með bólu­efn­um sem Lyfja­stofn­un Evr­ópu og/eða WHO hafa við­ur­kennt. Bólu­setn­ing telst gild tveim­ur vik­um eft­ir að hlut­að­eig­andi fékk síð­ari skammt bólu­efn­is, en hafi fólk ver­ið bólu­sett með bólu­efni Jans­sen þarf ein vika að hafa lið­ið frá bólu­setn­ingu.
  • Sýna­töku verð­ur hætt hjá börn­um sem fædd eru 2005 eða síð­ar.
  • Þau sem fram­vísa gild­um vott­orð­um um bólu­setn­ingu og fyrri sýk­ingu af völd­um Covid-19 og börn fædd 2005 og síð­ar þurfa ekki að fram­vísa nei­kvæð­um PCR-vott­orð­um við kom­una til lands­ins frá og með 1. júlí.
  • Í til­vik­um þeirra sem ekki geta fram­vísað gild­um vott­orð­um um bólu­setn­ingu gegn Covid-19 eða fyrri Covid-19 sýk­ingu þarf áfram að fram­vísa nei­kvæðu PCR-vott­orði við byrð­ingu og á landa­mær­um, und­ir­gang­ast skimun með PCR-prófi við kom­una til lands­ins og dvelja í sótt­kví í 5 daga og und­ir­gang­ast seinni skimun að henni lok­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00