Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. apríl 2021

Skýr­ari kröf­ur verða gerð­ar um skil­yrði fyr­ir heima­sótt­kví varð­andi hús­næði og um­gengn­is­regl­ur.

Þeir sem ekki geta ver­ið í heima­sótt­kví sem upp­fyll­ir sett skil­yrði þurfa að fara í sótt­varna­hús en ekk­ert gjald verð­ur tek­ið fyr­ir dvöl­ina. Þetta er með­al efn­is reglu­gerð­ar heil­brigð­is­ráð­herra sem tek­ur gildi 9. apríl og bygg­ist á til­lög­um sótt­varna­lækn­is. Meg­in­mark­mið­ið er að lág­marka eins og kost­ur er lík­ur á því að smit ber­ist inn í land­ið, með þeim að­gerð­um sem sótt­varna­lög heim­ila. Með reglu­gerð­inni er felld úr gildi reglu­gerð nr. 355/2021 sem tók gildi 1. apríl og þar með ákvæði um skyldu ein­stak­linga af háá­hættu­svæð­um til að dvelja í sótt­kví í sótt­varna­húsi sem hér­aðs­dóm­ur úr­skurð­aði að ekki væri full­nægj­andi laga­stoð fyr­ir.

Sótt­varna­lækn­ir seg­ir í minn­is­blaði til heil­brigð­is­ráð­herra að ófull­nægj­andi fylgni við regl­ur um heima­sótt­kví þeirra sem koma til lands­ins sé ein helsta ógn við nú­ver­andi smit­varn­ir á landa­mær­um. Veru­leg hætta sé á að smit ber­ist inn í land­ið nema grip­ið verði til frek­ari að­gerða á landa­mær­un­um. Hann bend­ir á að um­fang bólu­setn­ing­ar sé ekki orð­ið nægi­legt hér á landi til að koma í veg fyr­ir út­breidd­an far­ald­ur, víð­ast er­lend­is sé far­ald­ur­inn í mik­illi út­breiðslu sem auki hætt­una á að smit ber­ist til lands­ins. Þá séu ný og meira smit­andi af­brigði veirunn­ar orð­in alls­ráð­andi í ná­læg­um lönd­um sem virð­ist valda al­var­legri veik­ind­um í yngri ald­urs­hóp­um, auk þess sem óvissa ríki um hvort þau geti vald­ið end­ur­sýk­ing­um og hve mikla vernd þau bólu­efni sem nú eru í notk­un veiti gegn þeim.

Helstu regl­ur um sótt­kví og sýna­töku á landa­mær­um frá og með 9. apríl

Sömu regl­ur gilda um alla far­þega, óháð því hvað­an þeir koma: Sótt­varna­að­gerð­ir á landa­mær­um taka jafnt til allra, óháð því hvort þeir koma frá lönd­um sem skil­greind eru sem áhættu­svæði eða ekki.

Sýna­taka og sótt­kví: Öll­um sem koma til lands­ins verð­ur sem fyrr skylt að fara í sýna­töku á landa­mær­un­um, fimm daga sótt­kví og aðra sýna­töku við lok henn­ar (sjá þó nán­ar um börn hér að neð­an og sýna­töku hjá ein­stak­ling­um með vott­orð). Fólki er heim­ilt að vera í heima­sótt­kví að upp­fyllt­um ákveðn­um skil­yrð­um. Þeir sem hafa ekki tök á að vera í heima­sótt­kví og/eða kjósa frek­ar að dvelja í sótt­varna­húsi eiga kost á því og er dvölin þar við­kom­andi að kostn­að­ar­lausu.

Kröf­ur til heima­sótt­kví­ar: Þeir sem eru í sótt­kví þurfa að vera í hús­næði sem upp­fyll­ir skil­yrði og um­gengn­is­regl­ur sam­kvæmt nýj­um leið­bein­ing­um sótt­varna­lækn­is. Í því felst að ein­stak­ling­ur skuli vera einn á dval­ar­stað en ef fleiri dveljast þar þurfa þeir að sæta öll­um sömu skil­yrð­um sótt­kví­ar. Þeir sem ekki geta dval­ið í heima­sótt­kví sem upp­fyll­ir skil­yrði sótt­varna­lækn­is þurfa að dvelja í sótt­varna­húsi.

Brot á heima­sótt­kví: Ger­ist ein­stak­ling­ur upp­vís að því að brjóta heima­sótt­kví get­ur sótt­varna­lækn­ir ákveð­ið að hann skuli ljúka sótt­kví í sótt­varna­húsi.

Sótt­varna­hús: Þeir sem ekki hafa tök á að vera í heima­sótt­kví og/eða kjósa frek­ar að dvelja í sótt­varna­húsi eiga kost á því. Dvölin er við­kom­andi að kostn­að­ar­lausu. Þeim sem dvelja í sótt­varna­húsi verð­ur gert kleift að njóta úti­veru og sér­stakt til­lit verð­ur tek­ið til barna, s.s. varð­andi úti­veru og ann­an að­bún­að.

Sýna­taka og sótt­kví barna: Börn fædd 2005 eða síð­ar fara í sýna­töku á landa­mær­un­um. Ferð­ist barn með ein­stak­lingi sem skylt er að sæta sótt­kví dvel­ur barn­ið þar með hon­um og losn­ar úr sótt­kví ef síð­ara sýni úr sam­ferða­manni er nei­kvætt. Ef sam­ferða­mað­ur­inn er und­an­þeg­inn sótt­kví er barn­ið það sömu­leið­is. Barn sem ferð­ast eitt þarf ekki að fara í sótt­kví.

Sýna­taka hjá ein­stak­ling­um með vott­orð: Krafa um sýna­töku hjá ein­stak­ling­um með bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða vott­orð um fyrri sýk­ingu er sett vegna vís­bend­inga um að þess­ir ein­stak­ling­ar geti bor­ið smit. Þeir þurfa ekki að sæta sótt­kví en skulu bíða nið­ur­stöðu úr sýna­töku á dval­ar­stað. Kraf­an er tíma­bund­in og verð­ur end­ur­skoð­uð fyr­ir 1. maí.

Auk­ið eft­ir­lit og hærri sekt­ir: Sótt­varna­lækn­ir legg­ur til að eft­ir­lit með ein­stak­ling­um í heima­sótt­kví verði auk­ið í sam­vinnu við al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og jafn­framt að sekt­ir fyr­ir brot á sótt­kví verði hækk­uð til muna. Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur kom­ið til­lög­um sótt­varna­lækn­is varð­andi þetta á fram­færi við rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00