Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. desember 2022

Mos­fells­bær, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­st­arf vegna barna í við­kvæmri stöðu síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Brugð­ist verð­ur við auknu og al­var­legra of­beldi með­al barna með þverfag­legu sam­starfi sem ætlað er að draga úr lík­um á of­beld­is­brot­um og stuðla að far­sæld fyr­ir börn í við­kvæmri stöðu í Mos­fells­bæ.

Börn í við­kvæmri stöðu eru ein­stak­ling­ar yngri en 18 ára sem eru þo­lend­ur og gerend­ur í of­beld­is­mál­um og falla und­ir til­kynn­ing­ar­skyldu al­menn­ings sam­kvæmt ákvæð­um barna­vernd­ar­laga. Þar er til dæm­is um að ræða börn sem búa við óvið­un­andi upp­eldis­að­stæð­ur, verða fyr­ir of­beldi eða ann­arri van­virð­andi hátt­semi eða stofna heilsu sinni og þroska í al­var­lega hættu.

Hald­in var fjöl­menn vinnu­stofa í lok mars síð­ast­lið­ins með fag­fólki úr Mos­fells­bæ til að safna sam­an ábend­ing­um um hvern­ig megi þróa þverfag­legt sam­st­arf þeirra sem eiga að vinna með börn­um sem teljast í við­kvæmri stöðu vegna ýmis kon­ar of­beld­is og van­rækslu. Á grunni ábend­ing­anna frá vinnu­stof­unni hafa sam­starfs­að­il­ar mótað sam­eig­in­legt verklag og unn­ið að inn­leið­ingu þess. Jafn­framt hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu end­ur­skoð­að verklag sitt við rann­sókn of­beld­is­brota barna og sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mótað regl­ur um vinnslu ágrein­ings­mála með áherslu á vernd barna í við­kvæmri stöðu.

Verk­efn­ið er hluti af heild­stæðri vinnu hjá lög­regl­unni við mót­un á var­an­leg­um stuðn­ingi við börn í við­kvæmri stöðu til að draga úr lík­um á of­beld­is­brot­um þeirra, en verk­efn­ið var styrkt af bæði fé­lags- og barna­mála­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra. Stefnt er að því að verklag­ið í Mos­fells­bæ muni nýt­ast við mót­un verklags­reglna rík­is­lög­reglu­stjóra fyr­ir lög­regl­una vegna barna í við­kvæmri stöðu, þar með tal­ið hlut­verk lög­reglu vegna laga um sam­þætt­ingu þjón­ustu til far­sæld­ar barna, rann­sókn of­beld­is­brota með­al barna og ung­menna og verklag um til­kynn­ing­ar á milli lög­reglu, barna­vernd­ar og skóla þeg­ar kem­ur að of­beldi gegn börn­um.

Á mynd­inn eru frá vinstri til hægri þau: Sig­ríð­ur Krist­ins­dótt­ir sýslu­mað­ur höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Ósk­ar Reyk­dals­son for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Val­garð Már Jak­obs­son skóla­meist­ari Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00