Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. apríl 2011

Brúðu­börn úr safni Rúnu Gísla­dótt­ur verða til sýn­is í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í apr­íl­mán­uði á af­greiðslu­tíma safns­ins.

Á sýn­ing­unni eru að­al­lega hand­gerð­ar postu­líns­brúð­ur, en einn­ig leik­fanga­brúð­ur frá ýms­um tím­um.

All­ur fatn­að­ur þeirra er hand­unn­inn og sér­hann­að­ur á hverja og eina, listi­lega unn­ið hand­verk. Brúð­urn­ar eru steypt­ar í mót og eft­ir það hefst vinna Rúnu við að pússa þær og mála; setja þær sam­an, gefa þeim and­lit og hár.

Sum­ar brúð­urn­ar eru með manns­hár. Síð­an hann­ar hún á þær fatn­að; saum­ar, prjón­ar og hekl­ar, og út­býr hverja og eina á ein­stak­an hátt.

Rúna er kenn­ari og mynd­list­ar­mað­ur, bú­sett á Seltjarn­ar­nesi. Hún var 16 ára þeg­ar for­eldr­ar henn­ar fluttu með fjöl­skyld­una í Hlíð­ar­tún í Mos­fells­sveit.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00