Brúðubörn úr safni Rúnu Gísladóttur verða til sýnis í Bókasafni Mosfellsbæjar í aprílmánuði á afgreiðslutíma safnsins.
Á sýningunni eru aðallega handgerðar postulínsbrúður, en einnig leikfangabrúður frá ýmsum tímum.
Allur fatnaður þeirra er handunninn og sérhannaður á hverja og eina, listilega unnið handverk. Brúðurnar eru steyptar í mót og eftir það hefst vinna Rúnu við að pússa þær og mála; setja þær saman, gefa þeim andlit og hár.
Sumar brúðurnar eru með mannshár. Síðan hannar hún á þær fatnað; saumar, prjónar og heklar, og útbýr hverja og eina á einstakan hátt.
Rúna er kennari og myndlistarmaður, búsett á Seltjarnarnesi. Hún var 16 ára þegar foreldrar hennar fluttu með fjölskylduna í Hlíðartún í Mosfellssveit.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.