Sumarið er komið og því fylgir meiri birta og breyttur útivistartími barna frá 1. maí.
Frá þeim degi mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22:00. Því hefur tímastillingu í ærslabelgnum á Stekkjarflöt verið breytt og er hann nú uppblásinn frá kl. 8:00 – 22:00. Þegar grunnskólar í Mosfellsbæ fara í sumarfrí verður slökkt á tímastillingunni og belgurinn stöðugt uppblásinn.
Tengt efni
Brugðist við ofbeldi barna með auknu samstarfi
Mosfellsbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu síðastliðinn föstudag.
Afmælishátíð Lágafellsskóla 2022
20 ára afmæli Lágafellsskóla var haldið með pompi og pragt þriðjudaginn 29. nóvember sl.
Foreldraþing í Hlégarði
Laugardaginn 15. október var haldið málþing foreldra og starfsmanna í Varmárskóla.