Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. janúar 2017

Um ára­mót tóku gildi ný lög um hús­næð­is­bæt­ur sem voru sam­þykkt á Al­þingi í vor.

Fram­veg­is mun Vinnu­mála­stofn­un fyr­ir hönd rík­is­ins taka að sér að greiða út hús­næð­is­bæt­ur sem koma í stað al­mennra húsa­leigu­bóta. Sveit­ar­fé­lög munu sjá um að taka á móti um­sókn­um og af­greiðslu á sér­stök­um hús­næð­isstuðn­ingi sem voru áður sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur.

Regl­ur um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing hafa ver­ið sam­þykkt­ar í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar og fara nú til stað­fest­ing­ar í bæj­ar­stjórn og svo til aug­lýs­ing­ar í stjórn­ar­tíð­ind­um til að öðl­ast fullt gildi.

Sam­kvæmt sam­þykkt­um regl­um þurfa um­sækj­end­ur að upp­fylla eft­ir­far­andi skil­yrði:

  1. Um­sækj­andi skal búa í sam­þykktu íbúð­ar­hús­næði á al­menn­um mark­aði.
  2. Um­sækj­andi skal hafa feng­ið sam­þykkta um­sókn um hús­næð­is­bæt­ur á grund­velli laga nr. 75/2016 um hús­næð­is­bæt­ur.
  3. Um­sækj­andi skal vera orð­inn 18 ára á um­sókn­ar­degi og eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ þeg­ar sótt er um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing.
  4. Að samn­ing­ur liggi fyr­ir um af­not af íbúð­ar­hús­næði sem er stað­sett í Mos­fells­bæ nema um sé að ræða hús­næði fyr­ir 15-17 ára börn, sbr. 8. gr. reglna þess­ara.
  5. Sam­an­lagð­ar tekj­ur um­sækj­anda og ann­arra heim­il­is­manna, 18 ára og eldri, séu und­ir efri mörk­um skv. við­mið­un­um 5. gr.
  6. Sam­an­lagð­ar eign­ir um­sækj­anda og ann­arra heim­il­is­manna, 18 ára og eldri, á síð­ast­liðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr.

Hægt er að sækja um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing er hægt að fá hjá Þjón­ustu­veri og Fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00