Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Framund­an eru breyt­ing­ar á Akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks sem ekið hef­ur und­ir merkj­um Strætó síð­ast­lið­in 5 ár.

Um mán­aða­mót­in mun þjón­ust­an verða að­skil­in frá starf­semi Strætó og skipt verð­ur um nafn, út­lit og skipu­lag. Þjón­ust­an mun bera heit­ið Pant akst­ur og mun sinna akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að und­an­skild­um Kópa­vogi og Hafn­ar­fjarð­ar­bæ.

Mark­mið­ið er að gera þjón­ust­una ein­fald­ari, nú­tíma­legri og bet­ur sniðna að þörf­um hvers not­anda. Til að mynda verð­ur ekki leng­ur tak­mark­að­ur ferða­fjöldi á hvern ein­stak­ling og ákvæði sem skerða rétt á þjón­ustu, svo sem hjá þeim sem þiggja bíla­styrk frá TR, verða felld úr gildi. Akst­urs­tími verð­ur einnig lengd­ur á stór­há­tíð­ar­dög­um og verð­ur héð­an í frá ekið til kl. 22:00 á að­fanga­degi og gaml­árs­degi og til kl. 24:00 á öðr­um stór­há­tíð­ar­dög­um. Sér­stakt app er vænt­an­legt til notk­un­ar í haust en það mun gera not­end­um kleift að panta ferð­ir og fylgj­ast með bíl­un­um sín­um í raun­tíma.

Stefnt er að því að semja við Hóp­bíla um að sinna akstr­in­um næstu 5-7 árin. Stjórn Pant akst­urs verð­ur sett sam­an úr full­trú­um frá Reykja­vík­ur­borg, Garða­bæ, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nesi. Er­lend­ur Páls­son verð­ur svið­stjóri þjón­ust­unn­ar.

Tengt efni