Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu sem samþykkt var 28. júní 2006 m.s.br. Breytingin er kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu sem samþykkt var 28. júní 2006 m.s.br. Breytingin er kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir ráð breytingu á lóðarmörkum við Vogatungu 58 og 60. Breytingin kemur vegna þess að stígur sem liggur milli Vogatungu 60 og Laxatungu 114 var lagður að hluta til inn á lóð Vogatungu 60. Suðurhluti lóðar Vogatungu 60 minnkar en vesturlóðir Vogatungu 58-60 stækka, bílastæðum er hliðrað.
Hér með gefinn kostur á að koma skriflegum athugasemdum eða ábendingum vegna áformaðra breytinga á deiliskipulaginu á framfæri á netfangið skipulag[hja]mos.is eða í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 10. júní – til 9. júlí n.k. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir breytingunum.
10. júní 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar