Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að endalóðir á gildandi skipulagi, Fossatunga 30, 32 og 35 fá breytta lögun. Á þeim verður heimilt að byggja þrjú parhús í stað einbýla. Hið svokallaða Kiwanishús mun standa og núverandi lóð þess minnkuð, lóðum við götu fjölgar því um eina. Fossatunga 28 og 33 breytast ekki. Hámarkshæðir húsa eru frá 5,5-6 metrar. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 3. febrúar 2016.
Tillagan er auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu. Uppdráttur er til sýnis á vef sveitarfélagsins, mos.is/skipulagsauglýsingar, en einnig er hann aðgengilegur á Upplýsinga- og þjónustutorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna er frá 14. júlí til og með 27. ágúst 2020.
14. júlí 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar