Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að endalóðir á gildandi skipulagi, Fossatunga 30, 32 og 35 fá breytta lögun. Á þeim verður heimilt að byggja þrjú parhús í stað einbýla. Hið svokallaða Kiwanishús mun standa og núverandi lóð þess minnkuð, lóðum við götu fjölgar því um eina. Fossatunga 28 og 33 breytast ekki. Hámarkshæðir húsa eru frá 5,5-6 metrar. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 3. febrúar 2016.
Tillagan er auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu. Uppdráttur er til sýnis á vef sveitarfélagsins, mos.is/skipulagsauglýsingar, en einnig er hann aðgengilegur á Upplýsinga- og þjónustutorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna er frá 14. júlí til og með 27. ágúst 2020.
14. júlí 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: