Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. ágúst síðastliðinn var samþykkt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Helgafellshverfis, sem samþykkt var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 13. desember 2006, yrði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að koma fyrir grenndarstöð við Vefarastræti í samræmi við áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Markmiðið með deiliskipulagsbreytingunni er að fjölga grenndarstöðvum og bæta þannig aðgengi íbúa að flokkunarstöð fyrir endurvinnanlegt efni í samræmi við Umhverfisstefnu Mosfellsbæjar 2019-2030. Meðfylgjandi er uppdráttur að tillögu sem sýnir framangreindar breytingar.
Gefinn er kostur á að koma umsögn á framfæri vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Helgafellshverfis í Skipulagsgáttinni.
Frestur til að skila inn umsögn er rúmlega 6 vikur, þ.e. til og með 4. október nk.
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.
Grenndarkynning á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu húsa að Leirutanga 17A og 17B
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 17. júlí síðastliðinn var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda um byggingarleyfi að Leirutanga 17A og 17B.