Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. ágúst 2023

Á fundi Skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 11. ág­úst síð­ast­lið­inn var sam­þykkt að til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi Helga­fells­hverf­is, sem sam­þykkt var í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þann 13. des­em­ber 2006, yrði kynnt og aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Breyt­ing­in felst í að koma fyr­ir grennd­ar­stöð við Vefara­stræti í sam­ræmi við áætlun um fjölg­un grennd­ar­stöðva og inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins. Mark­mið­ið með deili­skipu­lags­breyt­ing­unni er að fjölga grennd­ar­stöðv­um og bæta þann­ig að­gengi íbúa að flokk­un­ar­stöð fyr­ir end­ur­vinn­an­legt efni í sam­ræmi við Um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar 2019-2030. Með­fylgj­andi er upp­drátt­ur að til­lögu sem sýn­ir fram­an­greind­ar breyt­ing­ar.

Gef­inn er kost­ur á að koma um­sögn á fram­færi vegna til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi Helga­fells­hverf­is í Skipu­lags­gátt­inni.

Frest­ur til að skila inn um­sögn er rúm­lega 6 vik­ur, þ.e. til og með 4. októ­ber nk.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00