Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 – tillaga að breyttri landnotkun og tillaga að deiliskipulagi fyrir Dalland, Mosfellsbæ.
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 – tillaga að breyttri landnotkun.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin varðar svæði fyrir frístundabyggð í suðurhluta Mosfellsbæjar í landi Dallands þar sem landnotkun á tveimur skikum, lnr, 125203 og 125375 í gildandi aðalskipulagi mynda landnotkunarflekann 526-F er breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði (526-L). Einnig er mörkuð stefna um að á skikunum megi byggja þrjú starfsmannahús í tengslum við landbúnaðarstarfsemina á Dallandi og Dal.
Dalland Mosfellsbæ, tillaga að deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi:
Um er að ræða nýja deiliskipulagstillögu á jörðinni Dalland í Mosfellssveit. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreitum og stækkun á núverandi byggingarreitum. Skipulagssvæðið er 86,5 ha og innan þess gerir tillagan ráð fyrir eftirfarandi byggingarsvæðum:
Svæði ÍB: Svæði með íbúðarhúsi, gróðurhúsi og vinnustofu, þar verður heimilt að auka byggingarmagn úr 482 m² í allt að 900 m²
Svæði S-1-3: Heimilt verði að byggja allt að 250 m² starfsmannahús
Svæði HE-1: Á svæðinu er 1736 m² tamningastöð, heimilt verði að byggja við svo heildar byggingarmagn verði allt að 3000 m²
Svæði HE-2: Á svæðinu er hesthús, heimilt verði að byggja við svo byggingarmagn verði allt að 400 m².
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 3. apríl 2019 til og með 17. maí 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á vef Mosfellsbæjar, undir slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 17. maí 2019.
3. apríl 2019,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar