Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. apríl 2019

Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 – til­laga að breyttri land­notk­un og til­laga að deili­skipu­lagi fyr­ir Dal­land, Mos­fells­bæ.

Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 – til­laga að breyttri land­notk­un.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir hér með til­lögu að breyt­ingu á Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 sam­kvæmt 1. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Breyt­ing­in varð­ar svæði fyr­ir frí­stunda­byggð í suð­ur­hluta Mos­fells­bæj­ar í landi Dallands þar sem land­notk­un á tveim­ur skik­um, lnr, 125203 og 125375 í gild­andi að­al­skipu­lagi mynda land­notk­un­ar­flek­ann 526-F er breytt úr frí­stunda­byggð í land­bún­að­ar­svæði (526-L). Einn­ig er mörk­uð stefna um að á skik­un­um megi byggja þrjú starfs­manna­hús í tengsl­um við land­bún­að­ar­starf­sem­ina á Dallandi og Dal.

Dal­land Mos­fells­bæ, til­laga að deili­skipu­lagi

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að deili­skipu­lagi:

Um er að ræða nýja deili­skipu­lagstil­lögu á jörð­inni Dal­land í Mos­fells­sveit. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir nýj­um bygg­ing­ar­reit­um og stækk­un á nú­ver­andi bygg­ing­ar­reit­um. Skipu­lags­svæð­ið er 86,5 ha og inn­an þess ger­ir til­lag­an ráð fyr­ir eft­ir­far­andi bygg­ing­ar­svæð­um:

Svæði ÍB: Svæði með íbúð­ar­húsi, gróð­ur­húsi og vinnu­stofu, þar verð­ur heim­ilt að auka bygg­ing­armagn úr 482 m² í allt að 900 m²

Svæði S-1-3: Heim­ilt verði að byggja allt að 250 m² starfs­manna­hús

Svæði HE-1: Á svæð­inu er 1736 m² tamn­inga­stöð, heim­ilt verði að byggja við svo heild­ar bygg­ing­armagn verði allt að 3000 m²

Svæði HE-2: Á svæð­inu er hest­hús, heim­ilt verði að byggja við svo bygg­ing­armagn verði allt að 400 m².

 

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 3. apríl 2019 til og með 17. maí 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lög­urn­ar eru einn­ig birt­ar á vef Mos­fells­bæj­ar, und­ir slóð­inni: mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 17. maí 2019.

3. apríl 2019,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00