Þingvallavegur – nýtt deiliskipulag. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar. Meginmáherslan við gerð skipulagsins er að móta og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfis þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu öryggi allra þátttakenda í umferðinni á svæðinu og ásættanlegri sambúð byggðar og vegar. Sérstaklega er hugað að öruggum gönguleiðum fyrir börn á leið í og úr skóla og ráðstöfunum til að draga úr hraðakstri.
Þingvallavegur – nýtt deiliskipulag
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi Þingvallavegar.
Meginmáherslan við gerð skipulagsins er að móta og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfis þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu öryggi allra þátttakenda í umferðinni á svæðinu og ásættanlegri sambúð byggðar og vegar. Sérstaklega er hugað að öruggum gönguleiðum fyrir börn á leið í og úr skóla og ráðstöfunum til að draga úr hraðakstri.
Breyting á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar
Samhliða gerð nýs deiliskipulags Þingvallavegar er gerð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga felst í því að felldur er út reiðstígur meðfram Þingvallavegi og gerð er breyting á nokkrum tenginum við Þingvallaveg.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 17. desember 2016 til og með 28.janúar 2017.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 28. janúar 2017.
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: