Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 – tillaga að breytingu – reiðleiðir og vegtengingar í MosfellsdalBæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 – tillaga að breytingu – reiðleiðir og vegtengingar í Mosfellsdal
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal er gert ráð fyrir að fella niður reiðleið meðfram Þingvallavegi, breyta vegtengingum og bæta við undirgöngum.
Tillaga að deiliskipulagi Þingvallavegar í Mosfellsdal
Mosfellsbær auglýsir að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi. Þingvallavegur í Mosfellsdal.
Mosfellsbær og Vegagerðin í sameiningu standa að gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi hans.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu 2 hringtorga á Þingvallaveginum, annars vegar við gatnamót Helgadalsvegar og hins vegar við Æsustaðaveg og Mosfellsveg. Gert er ráð fyrir að þessi framkvæmd muni leiða til þess að meðalhraðinn muni lækka og að í kjölfarið verði hægt að fækka tengingum við Þingvallaveg á þessum vegakafla. Ætla má að með lægri meðalhraða og færri vegtengingum dragi úr slysahættu og hljóðmengun.
Samhliða þarf að gera breytingar á eftirfarandi aðliggjandi sjö deiliskipulögum sem auglýst eru samhliða: 1. Laugabólsland, 2. Kirkjumór, 3. Deiliskipulag við Suðurá í landi Lundar, 4. Deiliskipulag lóðar úr landi Lundar, 5. Lundur, 6. Spilda úr landi Hraðastaða 1. og 7. Helgadalsvegur 3,5 og 7.
Laugabólsland í Mosfellsdal
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugabólsland í Mosfellsdal.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags Laugabólslands í Mosfellsdal. Afmörkunin við Þingvallaveg færist til suðurs og nær að veghelgunarmörkum Þingvallavegar í stað þess að liggja að Þingvallavegi sjálfum. Einnig eru teknar inn á uppdráttinn þær breytingar sem gerðar voru 13.03.2013, 15.11.2013 og 12.03.2015 en aðrar breytingar voru þegar komnar inn á heildar uppdráttinn.
Kirkjumór
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjumós.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags Kirkjumós. Afmörkunin við Þingvallaveg færist til suðurs og nær að veghelgunarmörkum Þingvallavegar í stað þess að liggja að Þingvallavegi sjálfum.
Deiliskipulag við Suðurá í landi Lundar
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Suðurá í landi Lundar, svæðis milli Æsustaðaafleggjara og Helgadalsvegar.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags við Suðurá í landi Lundar. Afmörkunin við Þingvallaveg færist til suðurs og nær að veghelgunarmörkum Þingvallavegar í stað þess að liggja að Þingvallavegi sjálfum. Einnig er reiðleið meðfram Þingvallavegi tekin út.
Deiliskipulag lóðar úr landi Lundar
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar úr landi Lundar, svæðis milli Æsustaðaafleggjara og Helgadalsvegar.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags við Suðurá í landi Lundar. Afmörkunin við Þingvallaveg færist til suðurs og nær að veghelgunarmörkum Þingvallavegar í stað þess að liggja að Þingvallavegi sjálfum. Einnig er reiðleið meðfram Þingvallavegi tekin út.
Deiliskipulag Lundar, garðyrkjubýli
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lundar, garðyrkjubýli.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags Lundar, garðyrkjubýli. Afmörkunin í suðri færist aðeins til norðurs að veghelgunarmörkum Þingvallavegar.
Spilda úr landi Hraðastaða 1
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi spilda úr landi Hraðastaða 1.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags spildu úr landi Hraðastaða 1. Afmörkun deiliskipulagsins er breytt til norðurs og austurs og er að mestu leyti miðuð við veghelgunarlínu Þingvallavegar en í norðaustur horninu við gatnamót Þingvallavegar og Helgadalsvegar er í deiliskipulagi Þingvallavegar gert ráð fyrir nýju hringtorgi og undirgöngum og nær breytingin út fyrir veghelgunarlínuna vegna stíga og undirganga.
Deiliskipulag Helgadalsvegur 3,5 og 7
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi Helgadalsvegur 3,5 og 7.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags Helgdalsvegar 3,5 og 7. Afmörkun deiliskipulagsins til norðurs er breytt og fylgir suðurmörkum deiliskipulags Þingvallavegar.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 28. júlí 2018 til og með 9. september 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemd. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Mosfellsbæjar undir slóðinni mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 9. september 2018.
28. júlí 2018,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar