Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. janúar 2024

Sér­söfn­un á mat­ar­leif­um hófst á síð­asta ári á suð­vest­ur­horni Ís­lands sem lið­ur í auk­inni flokk­un við heim­ili.

Bréf­pok­um und­ir mat­ar­leif­ar var dreift frítt til íbúa sam­hliða nýju kerfi og í helstu mat­vöru­versl­un­um á síð­asta ári og kann SORPA þeim versl­un­um sem tóku þátt í verk­efn­inu mikl­ar þakk­ir.

Ljóst er að dreif­ing­in hafi geng­ið vel og íbú­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sótt um 24 millj­ón­ir poka frá því verk­efn­ið hófst. Það magn af bréf­pok­um ætti að duga heim­il­un­um í eitt og hálft ár.

Frá og með 10. janú­ar mun SORPA því hætta dreif­ingu bréf­poka í versl­un­um en áfram munu íbú­ar þó geta sótt bréf­poka end­ur­gjalds­laust á end­ur­vinnslu­stöðv­um SORPU og í verslun Góða hirð­is­ins. Sam­hliða því verð­ur gjald­frjálsri dreif­ingu bréf­poka í versl­un­um hætt. Í fram­haldi verð­ur stefnt að því að bjóða upp á bréf­poka til sölu í versl­un­um.

Ár­ang­ur sam­ræmdr­ar flokk­un­ar er mik­ill og hrein­leiki mat­ar­leif­anna sem íbú­ar skila um 98%. Enn er þó tölu­vert af mat­ar­leif­um eft­ir í tunn­unni fyr­ir blandað rusl og því til mik­ils að vinna að ná sem mest­um mat­ar­leif­um úr blönd­uðu tunn­unni á nýju ári.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00