Í gær sendi sviðsstjóri fræðslu og frístundasviðs foreldrum grunnskólabarna bréf þar sem foreldrar voru hvattir til ræða við börnin sín og leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við vopnaburði barna og ungmenna. Bæjaryfirvöld hvetja foreldra í Mosfellsbæ til að fylgjast vel með börnum sínum á bæjarhátíðinni Í Túninu heima um helgina og hafa það í huga að um er að ræða fjölskylduhátíð.
Mosfellsbær 29. ágúst 2024
Kæru foreldrar/forsjáraðilar
Í kjölfar skelfilegs atburðar eftir að Menningarnótt lauk, þar sem hnífi var beitt með alvarlegum afleiðingum vill starfsfólk fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar hvetja foreldra til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það getur verið að ganga með hníf á sér og komi í veg fyrir vopnaburð.
Því miður hefur borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum.
Vopnaburður á almannafæri er bannaður skv. 30. gr. vopnalaga. Brot geta varðað sektum eða fangelsi, allt að fjórum árum. Í skóla- og frístundastarfi er allur vopnaburður stranglega bannaður og ef barn verður uppvíst að því að bera vopn er það gert upptækt, haft samband við foreldra og málið
tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnir þættir vernda börn gegn áhættuhegðun svo sem samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý.
Þá er mikið forvarnagildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi.
Með verndandi þætti að leiðarljósi getum við í sameiningu tekist á við stórar áskoranir með góðum árangri. Ræðum þessi mál við börnin, vini barnanna og foreldra þeirra og leggjum okkar af mörkum til að auka farsæld barna.
Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi mun leggja þunga áherslu á það á komandi dögum að stöðva hnífaburð barnanna okkar. Stígum fast til jarðar – saman!
Virðingarfyllst,
Gunnhildur Sæmundsdóttir
sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Reykjavík, August 29, 2024
Dear Parents/Guardians,
In the wake of the tragic incident that occurred after Reykjavik Culture Night, where a knife was used with severe consequences, the staff of the Mosfellsbær Department of Education and Youth urges parents to talk to their children about the dangers of carrying knives and the importance of preventing armed altercations.
Unfortunately, in recent months, reports have surfaced of children carrying knives in schools and during leisure activities. This is an unacceptable trend that we must all work together to stop by any means necessary.
Carrying weapons in public is strictly prohibited under Article 30 of the Weapons Act. Violations can result in fines or imprisonment for up to four years.
In Mosfellsbær’s elementary schools and after-school activities and youth centers, all weapons are strictly forbidden. If a child is found carrying a weapon, it will be confiscated, parents will be contacted, and the incident will be reported to both the police and child protection authorities in all cases.
Research has shown that certain protective factors can help shield children from engaging in risky behavior. These factors include strong parent-child relationships, parents who show concern and set clear boundaries, and parents who know their children’s friends and their parents. It is also crucial that parents take a firm stance against their children’s use of alcohol and drugs, do not purchase alcohol for them, and do not allow unsupervised parties.
Additionally, there is great preventive value in children’s participation in organized leisure activities and ensuring that mandatory outdoor time is observed. It is vital that parents are actively involved in their children’s lives, participate in the work of parent-teacher associations, attend parent meetings, and engage in class activities.
By focusing on these protective factors, we can collectively address the significant challenges we face and achieve success. Please discuss these issues with your children, their friends, and other parents, so that together, we can contribute to the well-being and success of all children.
In the coming days, school and community staff will be making a concerted effort to stop the carrying of knives among our children. Let’s address this issue head-on — together!
Respectfully,
Gunnhildur Sæmundsdóttir
Director, Department of Education and Youth
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar