Nemendur í 5. bekk í Varmárskóla tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum á vegum ABC Barnahjálpar.
Nemendum var skipt í hópa og gengu í hús til að safna. Mikill áhugi var hjá krökkunum á að hjálpa öðrum börnum og söfnuðust rúmlega 240 þúsund krónur. Söfnunarféð verður notað til að byggja annan áfanga í skólabyggingu og heimavist fyrir ABC starfið í Naíróbí í Kenía. Skólinn er staðsettur mitt á milli þriggja fátækrahverfa í borginni, þar sem aðstæður er mjög bágbornar.
Krakkarnir vilja koma á framfæri þökkum fyrir góðar móttökur sem þau fengu frá íbúum Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.