Borið hefur á því að börn séu að búa sér til snjóhús inni í ruðningum/sköflum sem hafa myndast við götur og gatnamót.
Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem getur fylgt því að gera snjóhús í snjóruðningum. Oft eru gamlir ruðningar færðir til eða mokað burtu.
Við viljum jafnframt biðja akandi vegfarendur að hafa gætur á þegar þeir keyra um göturnar svo ekki verði slys og gangandi vegfarendur sem verða varir við börn í snjóhúsum að hafa þessa hættu á orði við börnin.
Stöndum saman í að gæta barnanna okkar og höfum gaman saman í snjónum.
Tengt efni
Vetrarþjónusta
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.
Snjómokstur í dag mánudaginn 5. febrúar 2024
Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.