Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Ný­stofn­að Borð­tenn­is­fé­lag Mos­fells­bæj­ar stóð fyr­ir opnu húsi í gær þann 24. ág­úst 2023 sem hluta af dagskrá bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima.

Þar kynntu þau fé­lag­ið sem var stofn­að fyrr í sum­ar og starf­semi þess kom­andi vet­ur.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri var með­al þeirra sem sóttu opna hús­ið og tók af því til­efni nokkra styttri leiki með­al ann­ars við Júlí­us Finn­boga­son formann fé­lags­ins og Auði Tinnu Að­al­björns­dótt­ur formann Borð­tenn­is­sam­bands Ís­lands.

Æf­ing­ar hefjast 29. ág­úst og verða í Lága­fells­skóla sem hér seg­ir:

  • Þriðju­dag­ar kl. 16-17 (4. bekk­ur og yngri) og 17-18 (5. bekk­ur og eldri)
  • Fimmtu­dag­ar kl. 17:30-19 (all­ir sam­an)

Einn­ig standa von­ir til að hafa æf­ing­ar einu sinni í viku fyr­ir full­orðna og verða þær aug­lýst­ar síð­ar.

Mos­fells­bær fagn­ar stofn­un Borð­tenn­is­fé­lags Mos­fells­bæj­ar sem spenn­andi við­bót við ann­ars blóm­legt íþrótt­ast­arf í bæn­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00