Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi í gær þann 24. ágúst 2023 sem hluta af dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Þar kynntu þau félagið sem var stofnað fyrr í sumar og starfsemi þess komandi vetur.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri var meðal þeirra sem sóttu opna húsið og tók af því tilefni nokkra styttri leiki meðal annars við Júlíus Finnbogason formann félagsins og Auði Tinnu Aðalbjörnsdóttur formann Borðtennissambands Íslands.
Æfingar hefjast 29. ágúst og verða í Lágafellsskóla sem hér segir:
- Þriðjudagar kl. 16-17 (4. bekkur og yngri) og 17-18 (5. bekkur og eldri)
- Fimmtudagar kl. 17:30-19 (allir saman)
Einnig standa vonir til að hafa æfingar einu sinni í viku fyrir fullorðna og verða þær auglýstar síðar.
Mosfellsbær fagnar stofnun Borðtennisfélags Mosfellsbæjar sem spennandi viðbót við annars blómlegt íþróttastarf í bænum.