Hið árlega jólabókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar verður haldið í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. nóvember, kl. 20:00 – 22:00.
Höfundar lesa upp úr nýjum verkum sínum:
- Árni Þórarinsson
- Bragi Ólafsson
- Einar Kárason
- Gerður Kristný
- Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir
- Halla Gunnarsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum að vanda.
Kristján Sturla Bjarnason leikur á píanó þar til dagskrá hefst. Kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins.
Aðgangur ókeypis.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.