Bókasafn Mosfellsbæjar verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars í takt við hertar takmarkanir í yfirstandandi samkomubanni.
Reikna má með því að dyr safnsins opni aftur þriðjudaginn 14. apríl en öllum viðburðum hefur verið frestað um sinn.
Einnig verða skiladagar á efni sem ætti að skila 24. mars – 13. apríl breytt og nýr skiladagur er þá 14. apríl sem er þriðjudagur eftir páska.
Minna má á að Rafbókasafnið er alltaf opið, og aðgengilegt öllum sem eiga bókasafnskort í gildi.
Tengt efni
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð eftir tveggja ára hlé
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið þriðjudaginn 22. nóvember, eftir tveggja ára hlé sökum Covid-19 heimsfaraldursins.
Covid-19 rýni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
COVID-19 faraldrinum er ekki lokið en, þó lítið sé um stórar aðgerðir hér á Íslandi.