Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. september 2022

Blikastaðakró-Leiru­vog­ur var frið­lýst sem frið­land 16. sept­em­ber sl. þeg­ar Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra und­ir­rit­aði frið­lýs­ing­una.

Frum­kvæði að frið­lýs­ingu svæð­is­ins kom frá sveit­ar­fé­lög­un­um tveim­ur sem svæð­ið nær yfir, Mos­fells­bæ og Reykja­vík­ur­borg, í sam­ráði við Um­hverf­is­stofn­un, enda svæð­ið ver­ið flokkað á nátt­úru­m­inja­skrá til mar­gra ára. Full­trú­ar sveit­ar­fé­lag­anna og Um­hverf­is­stofn­un­ar stofn­uðu starfs­hóp fag­að­ila sem vann þétt sam­an að því að ná þessu metn­að­ar­fulla mark­miði um frið­lýs­ingu svæð­is­ins.

Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar og Tóm­as G. Gíslason, um­hverf­is­stjóri, leiddu verk­efn­ið fyr­ir hönd bæj­ars­ins. „Þetta er stór áfangi í vernd­un þessa fal­lega svæð­is sem er án­ing­ar­stað­ur mar­gra fugla­teg­unda og býr yfir fjöl­breyttu dýra­lífi“ seg­ir Tóm­as.

Svæð­ið sem ligg­ur inn­an Reykja­vík­ur og Mos­fells­bæj­ar, er mik­il­væg­ur við­komu­stað­ur far­fugla, einkum vað­fugla. Svæð­ið fóstr­ar ríku­legt fugla­líf allt árið um kring, þar á með­al ábyrgð­ar­teg­und­ir fugla. Svæð­ið er einn­ig við­komu­stað­ur land­sela.

Vernd­ar­gildi svæð­is­ins er hátt og felst ekki síst í grunn­sævi, mikl­um sjáv­ar­fitj­um og víð­áttu­mikl­um leir­um. Leir­urn­ar eru með­al fárra órask­aðra leira á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og geyma ríku­legt sam­fé­lag sjáv­ar­hrygg­leys­ingja. Auk þess að vera fugl­um nauð­syn­leg­ar gegna leir­ur einn­ig mik­il­vægu hlut­verki við að tak­marka gróð­ur­húsa­áhrif og önn­ur nei­kvæð áhrif lofts­lags­breyt­inga en leir­ur binda gróð­ur­húsaloft­teg­und­ir og er bind­ing á flat­arein­ingu mik­il.

Friðland­ið er 5,26 km2 að stærð. Hið nýja frið­lýsta svæði við Leiru­vog teng­ist þeg­ar frið­lýstu svæði við Varmárósa, aust­an við Leiru­vog, sem hef­ur ver­ið frið­lýst frá ár­inu 1980 vegna fá­gætr­ar plöntu, fitjasefs, sem þar er að finna, auk þess sem svæð­ið er mik­il­vægt vist­kerfi fyr­ir fugla.

Mark­mið­ið með frið­lýs­ing­unni er að við­halda og vernda til fram­tíð­ar þetta mik­il­væga bú­svæði fugla og sjáv­ar­hrygg­leys­ingja auk líf­fræði­lega fjöl­breytni þess þann­ig að það fái að þró­ast sam­kvæmt nátt­úru­leg­um lög­mál­um og á eig­in for­send­um.

Auk vernd­un­ar nátt­úru býð­ur svæð­ið upp á tæki­færi til úti­vist­ar og fræðslu. Til gamans má geta að um þess­ar mund­ir eiga hundruð eða þús­und­ir gæsa næt­urstað á leir­un­um við Leiru­vog.

Í regl­um um friðland­ið er með­al ann­ars kveð­ið á um að flug ómann­aðra loft­fara er óheim­ilt á varp­tíma og far­tíma fugla, og að notk­un vél­knú­inna vatna­tækja s.s. sjókatta, sæþota o.þ.h. er óheim­il. Um­hverf­is­stofn­un get­ur veitt leyfi til at­hafna í friðland­inu, s.s. til ljós­mynda- og kvik­mynda­töku í at­vinnu­skyni.

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur um­sjón með friðland­inu og ber ábyrgð á gerð stjórn­un­ar- og verndaráætl­un­ar í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg og Mos­fells­bæ.

Kort af hinu frið­lýsta svæði.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00