Miðvikudaginn 20. október er komið að öðru opna húsi vetrarins.
Fyrirlesari kvöldsins verður Nanna Kristín Christiansen móðir, kennari, ráðgjafi, uppeldis- og menntunarfræðingur og höfundur bókarinnar Skóli og skólaforeldrar – ný sýn á samstarfið um nemandann.
Nanna Kristín mun fjalla um hlutverk og áhrif skólaforeldra og benda á hagnýt ráð sem stuðlað geta að aukinni velferð barna í grunnskólanum. Áhrif foreldra á námsárangur og líðan barna þeirra hafa svo oft verið staðfest að við getum ekki horft framhjá þeim. Rannsóknir sýna að áhrif foreldra á námsárangur yngstu nemenda grunnskólans eru sex sinnum meiri en skólans. Enda þótt áhrif foreldra dvíni eftir því sem börnin eldast halda þau engu að síður áfram að vera meiri en svo að hægt sé að hunsa þau.
Að venju verður opna húsið í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00.
Heitt á könnunni.
– Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar