Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2015

Mos­fells­bær er besta sveit­ar­fé­lag­ið til að búa í að mati íbúa.

Þetta kem­ur fram í ár­legri könn­un Capacent þar sem mæld var ánægja með þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Mælt er við­horf íbúa 16 stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins. Síð­ustu ár hef­ur Mos­fells­bær ver­ið of­ar­lega í röð­inni ásamt Garða­bæ, Seltjarn­ar­nesi og fleiri sveit­ar­fé­lög­um en verm­ir nú fyrsta sæt­ið.

Alls eru 94% íbúa í Mos­fells­bæ ánægð með Mos­fells­bæ sem stað til að búa á en einn­ig eru íbú­ar afar ánægð­ir með gæði um­hverf­is í kring­um heim­ili sitt. Spurð­ir um þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar í heild eru yfir 80% mjög eða frek­ar ánægð­ir. Nið­ur­stöð­ur sýna að Mos­fells­bær er í eða yfir lands­með­al­tali í öll­um spurn­ing­un­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00