Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ breytist í ár í basarbúð sem verður opin í 3 vikur, frá 15. nóv. – 3. des.
Basarbúðin er starfrækt í félagsstarfinu Hlaðhömrum 2. Fjölbreytt úrval af fallegum handunnum vörum á afar góðu verði. Hlökkum til að sjá sem flesta í basarbúðinni!
Opið mán. til fim. kl. 11:00-16:00 og á fös. kl. 13:00-16:00.
Posi er á staðnum.
Styrkjum gott málefni. Keypt eru gjafabréf fyrir allan ágóðann sem síðan eru gefin til þeirra sem á þurfa að halda í samráði við kirkjuna.
Minnum á grímuskyldu og að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos