Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldin laugardaginn 14. nóvember kl. 13:30 á Eirhömrum.
Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Hlökkum til að sjá sem flesta á basarnum.
Allur ágóði fer til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar.
- Vorboðarnir, kór eldri borgara, syngur fyrir gesti
- Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal
Hægt að leggja við Framhaldsskólann og labba inn bakdyramegin, eða leggja við Bæjarleikhúsið og leikskólana.