Dagana 20. – 23. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í annað sinn.
Haldnir verða fernir tónleikar:
- 20. júní kl. 19 – Opnunartónleikar í Hlégarði
- 21. júní kl. 16 – Fyrri klúbbtónleikar í húsi Máls og menningar
- 21. júní kl. 17 – Seinni klúbbtónleikar í húsi Máls og menningar
- 23. júní kl. 16 – Lokatónleikar í Hlégarði
Ókeypis aðgangur á alla tónleikana.
Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Ísafirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Auk þess sem þau hafa rætur m.a. í Afganistan, Hollandi, Kína, Nígeríu, Palestínu, Litháen og Svíþjóð.
Á tónleikunum verða fluttir djass- og blússtandardar auk nokkurra dægurlaga.
Frumflutt verður nýtt lag eftir Karl Olgeirsson á opnunartónleikunum!
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að heyra í djassgeggjurum framtíðarinnar spila.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Odd André Elveland en hann er norskur djasstónlistarmaður og rekur tónlistarskólann Improbasen i Osló. Hann hefur þróað aðferðir til að kenna ungum börnum að spila djass eftir eyranu og að improvisera og unnið með börnum víðsvegar um heiminn. Árlega stendur hann fyrir tónlistarhátíðinni Kids in jazz í Osló og sækir hátíðin okkar innblástur þaðan. Hátíðin er partur af umfangsmiklu samnorrænu verkefni, styrktu af Nordisk kulturfond, sem miðar að því að koma norrænum barnadjassi á kortið.
Eftirtaldir aðilar styrkja hátíðina:
Mosfellsbær, Barnamenningarsjóður og Kiwanisklúbburinn Mosfell.