Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fimmtu­dag­ur­inn 8. nóv­em­ber var líf­leg­ur í Lága­fells­skóla, en þá komu sam­an all­ir skóla­vin­ir skól­ans og perl­uðu sam­an arm­bönd.

Þessi dag­ur er helg­að­ur bar­átt­unni gegn einelti og var hann hald­inn í átt­unda sinn. Nem­end­ur úr 10. bekk fengu skóla­vini sína úr 5. bekk í heim­sókn, 9. bekk­ur fékk 4. bekk, 3. bekk­ur heim­sótti 8. bekk og í Höfða­bergi tóku 1. og 2. bekk­ing­ar á móti 6. og 7. bekk­ing­um.

Arm­bönd­in sem skóla­vin­irn­ir perl­uðu sam­an voru lit­rík og fal­leg og perl­uðu nem­end­ur ýmis orð sem tengjast vináttu og já­kvæð­um sam­skipt­um. Gam­an var að sjá gleð­ina sem ríkti og sam­vinna yngri og eldri nem­enda var til fyr­ir­mynd­ar.

Í ár var leitað eft­ir hug­mynd­um frá nem­end­um og voru marg­ar skemmti­leg­ar hug­mynd­ir sem komu fram, en það voru nem­end­ur í 4-RG sem áttu þessa flottu hug­mynd um að all­ir myndu perla arm­bönd gegn einelti. Bekk­ur­inn fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir bestu hug­mynd­ina og von­andi hef­ur dag­ur­inn vak­ið nem­end­ur til um­hugs­un­ar um þær af­leið­ing­ar sem einelti get­ur haft för með sér.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00