Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­full­trú­ar í bæj­ar­ráði fóru í ár­lega heim­sókn á stofn­an­ir bæj­ar­ins í síð­ustu viku í tengsl­um við fjár­hags­áætl­un­ar­gerð fyr­ir árið 2025.

Að þessu sinni voru það Hlað­hamr­ar, Helga­fells­skóli, Reykja­kot, Þjón­ustu­stöðin, Lista­skól­inn, Lága­fells­laug og Dag­þjón­usta fatl­aðra – Far­sæld­ar­túni sem voru sótt heim og var tek­ið vel á móti full­trú­um bæj­ar­ráðs. Á fund­un­um gafst tæki­færi til að ræða það sem bet­ur má fara varð­andi fjár­fest­ing­ar og við­hald auk ým­issa ann­arra mála. Það hef­ur mætt tölu­vert á starf­semi Hlað­hamra vegna við­gerða en hluti skól­ans hef­ur ver­ið lok­að­ur vegna raka­skemmda. Þá sér fyr­ir end­ann á bygg­ingu eld­húss í Reykja­koti og í Helga­fells­skóla verð­ur nýtt íþrótta­hús tek­ið í notk­un í árs­byrj­un 2025.

Bæj­ar­stjóri og full­trú­ar bæj­ar­ráðs not­uðu tæki­fær­ið og færðu Dóru Guð­rúnu Wild á Hlað­hömr­um og Mál­fríði Bjarna­dótt­ur í Helga­fells­skóla blóm­vendi í til­efni til­nefn­inga þeirra til Ís­lensku mennta­verð­laun­anna 2024.

Dóra Guðrún Wild
Málfríður Bjarnadóttir
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00